fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Víkingur hefur ekki séð son sinn í tvö og hálft ár – „Mér líður eins og ég hafi misst barn. Það er eins og sonur minn sé dáinn“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 5. júlí 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Víkingur Kristjánsson hefur ekki fengið að hitta son sinn í að verða tvö og hálft ár, þrátt fyrir að forsjá drengsins sé sameiginleg. Barnsmóðir hans heldur drengnum frá honum og hefur lagt fram alvarlegt ásakanir á hendur honum sem bæði barnaverndarnefnd og lögregla hafa metið að séu tilhæfislausar. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við Víking í Stundinni sem kom út í dag.

Það er eins og sonur minn sé dáinn

„Fyrir mér er þetta ekkert annað en að missa barn. Mér líður eins og ég hafi misst barn. Það er eins og sonur minn sé dáinn. Honum er svipt úr lífi mínu, ég fæ ekki að hitta hann og ég fæ ekki að heyra í honum,“ segir Víkingur. Barnsmóðir hans hefur haldið því fram að Víkingur hafi brotið kynferðislega gegn syni sínum, sem er í dag 9 ára gamall. Brotið tilkynnti hún til barnaverndarnefndar sem, eftir rannsókn, komst að þeirri niðurstöðu að ásakanirnar væru tilhæfislausar. Hins vegar hafi alvarlegir ágallar á meðferð málsins hjá barnaverndarnefnd Reykjavíkur orðið til  þess að málið var tekið til rannsóknar hjá lögreglu.

Upprunalega hélt barnsmóðir Víkings því fram að sambýliskona hans hefði beitt drenginn grófu ofbeldi. Eftir viðtöl við drenginn varð niðurstaðan sú að ekkert benti til þess að nokkuð væri til í þeirri ásökun. Þá tilkynnti barnsmóðirin til barnaverndar að Víkingur hefði gerst sekur um kynferðisbrot gegn drengnum. „Þetta var eins og kjaftshögg […] Það var bara eins það hefði verið keyrt yfir mig,“ sagi Víkingur sem lýsir fullkomnum samstarfsvilja sem hann sýndi málsmeðferð barnaverndar í kjölfarið. Sonurinn var tekinn í könnunarviðtal í Barnahúsi og varð niðurstaðan sú að ekkert benti til þess að hann hefði verið beittur ofbeldi.

Móðirin talin hafa stýrt frásögn

Í skýrslu Barnaverndarnefndar Reykjavíkur segir að í kjölfarið hafi móðir barnsins haft samband og greint frá því að drengurinn hefði ekki þorað að „segja frá leyndarmálinu“ í viðtalinu.  Barnaverndarnefnd taldi þó að niðurstaða viðtalsins hefði verið ótvíræð og ákvað að ekki yrðu tekin frekari viðtöl. Móðirin mætti þá með drenginn sjálf í viðtal til starfsmanns Barnaverndar Reykjavíkur og var viðtalið tekið að móður viðstaddri. Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur síðan gefið út að slíkt sé ekki í samræmi við verklag, að móðir sé viðstödd, og var talið ljóst að móðirin hefði stýrt framburði drengsins. Í kjölfarið var málinu vísað til lögreglu. Aftur var tekið viðtal við drenginn sem sem kannaðist ekki við að eitthvað hefði vantað í fyrra viðtalið og neitaði því að einhver fullorðinn hefði nokkurn tímann komið við einkastaði hans. Hann breytti þó framburði sínum eftir að honum var sagt að móðir hans hefði sagt annað.

Barnaverndarnefnd baðst afsökunar

Fyrir 10 mánuðum síðan felldi héraðssaksóknari niður rannsókn, sú ákvörðun hefur verið staðfest af ríkissaksóknara. Barnaverndarnefnd hefur beðið Víking afsökunar, að því er fram kemur í viðtalinu. Engu að síður hefur Víkingur ekki enn fengið að  hitta son sinn. Barnaverndarnefnd bauðst til þess fyrir hálfu ári síðan að aðstoða við að koma aftur á samskiptum, en í viðtalinu kemur fram að sú viðleitni hafi engan árangur borið þar sem barnsmóðir hans hefur skrópað á boðaða viðtalsfundi. Víkingur telur það ekki líklegt til árangurs að leita liðsinnis sýslumanns og vill að Barnaverndarnefnd Reykjavíkur leiðrétti sín eigin mistök og komi aftur á samskiptum milli feðganna.

Víkingur telur barnsmóður sína í hefndarhug, málið hafi ekkert með samskipti feðganna að gera. „Þetta tengist mér og henni og sonur minn er notaður á mjög óhugnanlegan hátt í deilu hennar við mig.“

„Mér finnst þó alltaf dálítið sérstakt að tala um forræðisdeilu, því ég hef aldrei beðið um annað en að njóta samvistar við son minn til jafns við móður hans. Móðir hans virðist hins vegar ætla sér að strika mig út úr lífi hans.“

Yfirlýsing barnsmóður

Í tilefni af umfjöllun Stundarinnar sendi barnsmóðir Víkings frá sér yfirlýsingu sem einnig birtist í Stundinni:

„Yfirlýsing vegna fyrirhugaðrar umfjöllunar Stundarinnar um málefni sonar míns. Málið varðar verulega persónuleg og viðkvæm málefni barns á viðkvæmum aldri. Með umfjöllun í fjölmiðlum um slík persónuleg og viðkvæm málefni barns er brotið freklega gegn rétti þess til friðhelgi einkalífs og getur slík umfjöllun út af fyrir sig verið honum mjög skaðleg. Málið er í vinnslu hjá viðeigandi aðilum þar sem unnið er út frá velferð barnsins. Mælst er til þess að réttindi og  hagsmunir barnsins verði höfð í fyrirrúmi og að ekki verði fjallað um þessi málefni barnsins á þessum vettvangi.“

Kæra felld niður á hendur Víkingi – Gagnrýnir harðlega störf barnaverndarnefndar – „Barnsrán í boði barnaverndarnefndar“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi