fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Skúli í Subway segir Svein Andra siðlausan – „Endaþarmur íslenskrar lögmennsku“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 25. júlí 2019 11:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skúli Gunnar Sigfússon sem er gjarnan kenndur við Subway segir Svein Andra Sveinsson lögmann siðblindan.

Skúli birti pistil í Fréttablaðinu í morgun þar sem hann segir frá upplifun sinni af Sveini Andra, sem var skipaður skiptastjóri þrotabús heildsölunnar Eggerts Kristjánssonar hf. (EK).

Í pistlinum býr Skúli til einskonar dæmisögu, til að setja söguna sína í skýrara samhengi.

„Til að einfalda málið má líkja þessu við að þú, lesandi góður, hefðir keypt nýja íbúð á 50 milljónir af verktaka og skrifað undir kaupsamning um að greitt yrði fyrir hana með peningum. Nokkrum dögum síðar hefðir þú hins vegar komist að samkomulagi við verktakann um að í stað peninga myndir þú greiða fyrir íbúðina með annarri íbúð sem væri jafnverðmæt. Svo hefði verið gengið frá kaupunum á löglegan hátt miðað við þessi umsömdu skipti á íbúðum. Þú hefðir engar áhyggjur haft af gamla samningnum, þar sem gengið var frá kaupunum á umræddri íbúð á annan hátt. Hins vegar hefði viljað svo illa til nokkrum árum seinna að verktakinn sem seldi þér íbúðina verður gjaldþrota. Skipaður er skiptastjóri sem lætur ekki smámuni eins og siðsemi og velsæmi flækjast fyrir sér. Þessi skiptastjóri finnur gamla kaupsamninginn um eignina og þrátt fyrir að hann sjái að eignin hafi verið seld í skiptum fyrir aðra íbúð, ákveður hann að fara í dómsmál og krefjast þess að þú borgir aftur 50 milljónir fyrir íbúðina og það með dráttarvöxtum nokkur ár aftur í tímann.“

Skúli segir Svein Andra yfirleitt beita brögðum í málum sínum og segir hans helstu vopn vera „að hóta og ógna.“

„Hann hótaði að kæra mig og samstarfsfólk mitt fyrir alla mögulega og ómögulega hluti sem áttu sér enga stoð í raunveruleikanum, ef við ekki greiddum hverja einustu krónu sem honum hugkvæmdist að senda kröfu fyrir.“

„Samkvæmt Sveini Andra áttu allar mínar gjörðir, og samstarfsfólks míns, að hafa verið gerðar með það fyrir augum að svíkja, pretta og auðgast ólöglega. Með þessari taktík¬ reyndi Sveinn Andri að sá efa í huga embættismanna og dómara, auk kröfuhafa búsins, því ef einhver öskrar „reykur“ nógu oft fara margir eðlilega að trúa því að einhvers staðar hljóti að vera eldur laus.“

Skúli segir að Sveinn Andri hafi verið í þessu máli til þess eins að græða eins mikið og mögulegt er.

„Sveinn Andri hefur stoltur sagt frá því á skiptafundum að „geim¬planið“ hafi alltaf verið að hann sjálfur fengi peninginn, sem var til ráðstöfunar í búinu og notaði hann til að „ná í meiri aur“ og fara svo í „Stóra fasteignamálið“. „Meiri aurinn“ auk peninganna sem til voru í búinu, voru alls 117 milljónir. Allt þetta fé hefur Sveinn Andri nú ryksugað úr búinu.“

Samkvæmt Skúla hefur Sveinn Andri skráð á sig 2400 klukkutíma vinnu í málinu, þrátt fyrir að hafa unnið í mörgum öðrum málum samtímis og fyrir það muni hann rukka 120 milljónir og það einungis fyrir sína vinnu.

„Sveinn Andri á mikið undir í þessu máli. Hann er búinn að eyða öllum peningunum, sem til voru í þrotabúi EK, aðallega í sjálfan sig, en þó líka í vini sína og kunningja, sem hann hefur kallað sér til aðstoðar. Hans eina von er að Landsréttur staðfesti endaleysuna frá héraðsdómi um að greiða skuli tvisvar fyrir sömu eignina.“

„Skiptastjórinn, sem kallaður hefur verið opinberlega „endaþarmur íslenskrar lögmennsku“, er búinn að sjúga hvern einasta eyri í eigin rann.“ segir Skúli að lokum, en þar vitnar hann í orð Reynis Traustasonar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jóhann á flótta undan réttvísinni – Ákærður fyrir vörslu og dreifingu barnaníðsefnis en mætir ekki fyrir dóm

Jóhann á flótta undan réttvísinni – Ákærður fyrir vörslu og dreifingu barnaníðsefnis en mætir ekki fyrir dóm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiða neitaði að spila lag með Hallbirni Hjartarsyni – „Næsti hlustandi sem náði inn öskraði á mig“

Heiða neitaði að spila lag með Hallbirni Hjartarsyni – „Næsti hlustandi sem náði inn öskraði á mig“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fá ekki endurgreitt þrátt fyrir dónaskap fararstjóra

Fá ekki endurgreitt þrátt fyrir dónaskap fararstjóra
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Sverrir er barnaníðingurinn í Dalslaug – Var búinn að ávinna sér traust 13 ára drengja í marga mánuði

Jón Sverrir er barnaníðingurinn í Dalslaug – Var búinn að ávinna sér traust 13 ára drengja í marga mánuði