Föstudagur 13.desember 2019
Fréttir

Sema Erla hjólar í Sigmund Davíð

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 23. júlí 2019 16:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sema Erla, stofnandi Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, gagnrýnir Áströlsk stjórnvöld og stefnu þeirra í færslu sinni á Facebook.

„Áströlsk stjórnvöld fara fyrir einni grimmilegustu og ómannúðlegustu stefnu í málefnum fólks á flótta sem finna má í dag. Sú stefna, sem ítrekað hefur verið gagnrýnd af mannréttindasamtökum um allan heim, felur meðal annars í sér að meina börnum á flótta um inngöngu í landið. Í stað þess eru börnin hneppt í varðhald og vistuð í flóttamannabúðum á einangruðum eyjum utan Ástralíu, oft mánuðum saman.“ 

Sema segir þessar flóttamannabúðir líkjast helst fangelsi.

„Flóttamannabúðirnar eru útbúnar girðingum með gaddavír og rafmagni, öryggishliðum og myndavélum og líkjast helst fangelsi. Á þessum eyjum hafa börnin nánast engan aðgang að heilbrigðisþjónustu eða menntun, lítið er um afþreyingu á svæðinu og ekki eru nein leiksvæði fyrir börn, leikföng eða bækur að finna þar. Mikið er um óhreindi á svæðinu og veikindi sem fylgja því auk þess sem börnin upplifa þar ofbeldi.“

Börnin greina sjálf frá sjálfsvígstilraunum

Sema talar um niðurstöður rannsókna sem gerðar hafi verið á meðal barnanna sem búa á þessum eyjum. Hún segir að þær sýni fram á að dvölin á eyjunum hafi mjög slæm áhrif á geðheilsu barnanna, velferð þeirra og getu. 

„Vegna fyrri reynslu þeirra eykur slík einangrunarvist hættuna á því að börnin þrói með sér alvarleg geðræn og/eða sálræn vandamál. Í samtölum við rannsakendur lýsa börnin m.a. einkennum kvíða, þunglyndis og áfallastreituröskunar auk þess sem þau lýstu sorg, hræðslu, vonleysi, þjáningum og neyð. Börnin sýna mörg sjálfskaðandi hegðun og hafa greint frá sjálfsvígshugsunum og sjálfsvígstilraunum.“

Sema segir að stefna ástralska stjórnvalda sé grimm, ómannúðleg, ósiðleg, skaðleg og niðurlægjandi.

„Sýnt hefur verið fram á mjög skaðlegar afleiðingar af henni fyrir börn og aðra sem þurfa að upplifa þessa ógeðfelldu meðferð ástralskra stjórnvalda á fólki á flótta. Afleiðingar sem geta fylgt þeim allt þeirra líf.“

Sema gagnrýnir síðan Sigmund Davíð en hann skrifaði pistil í Morgunblaðið um sýndarmennsku í innflytjandamálum. Sigmundur segist vilja líta til staðreynda og raunverulegra lausna ef við viljum raunverulega hjálpa fólki.

Sigmundur talar síðan um stjórnvöldin í Ástralíu en þar var tekin upp sú stefna að stöðva eða snúa við bátum þeirra sem reyndu að smygla fólki í landið.

Sema segir Sigmund Davíð vera að hrósa stefnu ástralskra stjórnvalda og segir stefnuna ógeðfellda auk þess sem hún brýtur á mannréttindum fólks og stangast á við allar alþjóðlegar skuldbindingar. 

„Það er rétt hjá Sigmundi að áströlsk stjórnvöld stöðva alla þá sem reyna að koma sjóleiðina til Ástralíu í leit að skjóli og vernd og meina þeim um inngöngu í landið. Það eru áströlsku eyjurnar hans Sigmundar, sem lýst er hér að ofan, sem bíða þeirra, óháð því hvort um börn eða aðra sé að ræða.“

Sema heldur áfram að tala um Sigmund Davíð og segir hann vera á móti flóttafólki.

„Það er óþarfi að eyða mörgum orðum í aðdáun Sigmundar Davíðs á þessari andstyggilegu meðferð ástralskra stjórnvalda á börnum á flótta. Hann hefur opinberað sig sem fjandsamlegan andstæðing fólks á flótta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Eitt versta veður sem menn muna eftir í Vestmannaeyjum – Lögregla hugsi yfir lausum ruslatunnum

Eitt versta veður sem menn muna eftir í Vestmannaeyjum – Lögregla hugsi yfir lausum ruslatunnum
Fréttir
Í gær

Íslenskar mæður vara við Böðvari: „Í dag lækaði hann óvart mynd af dóttur minni“

Íslenskar mæður vara við Böðvari: „Í dag lækaði hann óvart mynd af dóttur minni“
Fréttir
Í gær

Talsverðar líkur á rafmagnstruflunum í dag – Rafmagnslaust á Dalvík síðan í morgun

Talsverðar líkur á rafmagnstruflunum í dag – Rafmagnslaust á Dalvík síðan í morgun
Fréttir
Í gær

Einn mesti vindhraði sem mælst hefur á Íslandi – Sjáðu ótrúlegt kort Veðurstofunnar

Einn mesti vindhraði sem mælst hefur á Íslandi – Sjáðu ótrúlegt kort Veðurstofunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvað gerist á morgun og næstu daga? Áfram óveður eða gengur þetta niður?

Hvað gerist á morgun og næstu daga? Áfram óveður eða gengur þetta niður?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Systir hennar pyntuð grimmilega í Sádi-Arabíu fyrir að aka bíl

Systir hennar pyntuð grimmilega í Sádi-Arabíu fyrir að aka bíl