fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Diamond Beach rokkar

Fréttir

Hross á Suðurlandi undir áhrifum kannabis: „Höfðu góða matarlyst“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 23. júlí 2019 09:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hross á Suðurlandi höfðu sýnt fram á undarlega hegðun. Svo undarlega að dýralæknirinn Mia Hellstend taldi jafnvel að um nýjan taugasjúkdóm væri að ræða. Einkennin voru ósamrýmdar hreyfingar, hestarnir titruðu og gengu óeðlilega en voru þó hvorki veiklulegir né með hita. Hins vegar reyndust hestarnir ekki vera veikir. Próf sýndu fram á að þeir hefðu með einhverjum hætti komist í kannabis. Þeir voru því skakkir en ekki eiginlega veikir. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Málið er nokkuð gamalt, en það kom upp þegar Katrín Andrésdóttir var héraðsdýralæknir Suðurlands. Hún lét af embætti 2011. Hún staðfesti við Fréttablaðið að grunur um kannabisneyslu hesta hefði komið upp, en vildi ekki tjá sig frekar um málið.

Mia Hellstend, dýralæknir, sagði í samtali við Fréttablaðið að grunurinn hefði vaknað eftir að tiltekin hross fóru að haga sér óeðlilega.

„Það var bara verið að skoða hvað væri að þessum hestum. Þarna lék grunur á um að um væri að ræða nýjan taugasjúkdóm.“ sagði Mia. Hún hafði samband við félag hestadýralækna í Bandaríkjunum og sendi þeim lýsingu á einkennum hestanna sem og myndband af óeðlilegu hegðuninni. „Það komu fram alls kyns tilgátur um taugasjúkdóma. Loks sagði einn að þetta líktist hundi sem hann fékk inn á stofuna hjá sér, og  hafði komist í kannabiskökur eigandans. Þegar prófanir voru gerðar á hestunum kom jákvætt út úr kannabisprófinu.“

Þá var niðurstaðan komin. Hestarnir höfðu með einhverjum hætti komist í haug þar sem kannabisplöntur var að finna. Ekki er vitað að fullu hversu mikið magn hestarnir innbyrtu, en þó nægilega mikið til að þeir fundu fyrir miklum áhrifum. Hrossunum mun þó ekki hafa orðið meint af. „Þeim sem voru að skoða þetta fannst einmitt mjög skrýtið að þó þeir væru með svona mikil einkenni þá höfðu þeir góða matarlyst.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margrét reiddist heiftarlega við prestana – „Ég varð svo reið að ég þurfti að halda mér á köflum“

Margrét reiddist heiftarlega við prestana – „Ég varð svo reið að ég þurfti að halda mér á köflum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

WOW var orðið ógjaldfært um mitt ár 2018

WOW var orðið ógjaldfært um mitt ár 2018
Fréttir
Fyrir 2 dögum

ASÍ kannaði verð á námsbókum fyrir framhaldsskóla – Hér eru þær ódýrastar

ASÍ kannaði verð á námsbókum fyrir framhaldsskóla – Hér eru þær ódýrastar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ástþór Magnússon ósáttur við aðgerðarleysi lögreglu – „Merkilegt að lögreglan stuðli að svona glæpastarfsemi“

Ástþór Magnússon ósáttur við aðgerðarleysi lögreglu – „Merkilegt að lögreglan stuðli að svona glæpastarfsemi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harðar deilur í fjölskyldunni eftir harmleikinn í Mehamn – „Hafa skrifað virkilega ógeðslega hluti um hann“

Harðar deilur í fjölskyldunni eftir harmleikinn í Mehamn – „Hafa skrifað virkilega ógeðslega hluti um hann“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kári segir mistök hafa verið gerð: Íslensk erfðagreining tekur ekki afstöðu í Orkupakkamálinu

Kári segir mistök hafa verið gerð: Íslensk erfðagreining tekur ekki afstöðu í Orkupakkamálinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenski flugdólgurinn er Þorbergur Aðalsteinsson – Sparkaði í hurð flugstjórnarklefans

Íslenski flugdólgurinn er Þorbergur Aðalsteinsson – Sparkaði í hurð flugstjórnarklefans
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hættulegur leikur við Glerárstíflu: „Þetta er MJÖG mikið ábyrgðarleysi“

Hættulegur leikur við Glerárstíflu: „Þetta er MJÖG mikið ábyrgðarleysi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hallur vill rannsókn á rannsakendum Geirfinnsmálsins – „Kolsvart myrkur og taumlaus illska“

Hallur vill rannsókn á rannsakendum Geirfinnsmálsins – „Kolsvart myrkur og taumlaus illska“