Fimmtudagur 12.desember 2019
Fréttir

Transmaður segir Helga Sig að fokka sér: „Ég er ekki búinn að komast burt frá ISIS til að þola þetta kjaftæði“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 22. júlí 2019 16:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Prodhi Manisha, tjáði sig um skopmynd Helga Sigurðssonar í röð tísta sem hann birti í dag. DV fjallaði um myndina fyrr í morgun og gagnrýni sem hún hefur fengið. Skopmynd Helga gerir grín að transfólki og gefur í skyn að lög um kynrænt sjálfræði þýði að karlar fari að nota búningsklefa kvenna.

Prodhi er transmaður sem þýðir að hann fæddist í kvenkynslíkama en er karlmaður

Prodhi hefur verið áberandi í umræðunni um réttindi transfólks og þá sérstaklega þegar kemur að réttindum þess í búningsklefum. Í fyrra fjallaði DV um Prodhi og þau svör sem hann hafði fengið frá sundlaugum í búningsklefamálum.

„Ég er ekki búinn að komast burt frá ISIS til að lifa svona og að þola þetta kjaftæði. Ég hef orðið fyrir transfóbísku ofbeldi bæði á karlaklósettinu og í karlaklefanum. Í hvert skipti var ég töffari en samt var ég taugaóstyrkur. Í hvert skipti var ég aðeins að sinna mínum málum.“

„Ef manneskja var forvitin hefur ánægjan verið mín að bara svara brosandi „oh ég er bara karl sko“ og halda áfram í sturtu. Eins og karlmaður ég er alltaf extra-varkár í kringum börnin: er ég að þvo mig á þann hátt sem hægt er að túlka rangt? Lít ég út eins og ‘örugg manneskja’?“

Prodhi hefur svarað þeirri þeirri mismunun sem hann hefur orðið fyrir með því að búa til myllumerkið #ÉgFerMeðÞér og farið í sund í mótmælaskyni.

„Ég er ekki að skaða neinn og alls ekki að hugsa um gera það. Ég er bara að reyna að lifa og ég vil bara að vera látinn í friði. Trans fólk vill bara að þið látið okkur í fríði,“

„Hver sá sem gerði þetta má fokka sér út fyrir endimörk alheimsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Talsverðar líkur á rafmagnstruflunum í dag – Rafmagnslaust á Dalvík síðan í morgun

Talsverðar líkur á rafmagnstruflunum í dag – Rafmagnslaust á Dalvík síðan í morgun
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Einn mesti vindhraði sem mælst hefur á Íslandi – Sjáðu ótrúlegt kort Veðurstofunnar

Einn mesti vindhraði sem mælst hefur á Íslandi – Sjáðu ótrúlegt kort Veðurstofunnar
Fréttir
Í gær

Hvað gerist á morgun og næstu daga? Áfram óveður eða gengur þetta niður?

Hvað gerist á morgun og næstu daga? Áfram óveður eða gengur þetta niður?
Fréttir
Í gær

Systir hennar pyntuð grimmilega í Sádi-Arabíu fyrir að aka bíl

Systir hennar pyntuð grimmilega í Sádi-Arabíu fyrir að aka bíl