fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Mikill málahalli hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu – Rúmlega sex þúsund mál bíða afgreiðslu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. júlí 2019 07:55

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú bíða rúmlega sex þúsund mál afgreiðslu hjá ákærusviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Elsta málið er frá 2008. Þetta eru mál sem hafa verið til rannsóknar hjá embættinu og bíða þess nú að tekin verði afstaða til hvort ákært verður í þeim eða þau felld niður.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Hulda Elsa Björgvinsdóttur, sviðsstjóri ákærusviðs, sagði í samtali við Fréttablaðið í febrúar í fyrra að 4.000 mál biðu afgreiðslu og væri það meira en venja væri til því yfirleitt væru 2.000 til 3.000 mál til meðferðar á hverjum tíma.

En nú hefur staðan versnað enn frekar. Samkvæmt svörum frá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var töluverð hreyfing á starfsfólki innan réttarvörslukerfisins 2017 og 2018 og hafði það mikil áhrif á ákærusviðið. Tíu ákærendur hættu eða fóru í tímabundin leyfi. Nú er sviðið hins vegar sagt fullmannað og auk þess hafi verið unnið að því að styrkja það á fleiri sviðum.

Búið sé að þróa skráningarkerfið LÖKE betur þannig að það nýtist ákærusviðinu betur. Starfsmenn þess geti nú haft fulla yfirsýn yfir öll mál, stöðu þeirra, hvar þau eru í ferlinu, hversu lengi þau hafa verið til meðferðar auk fleiri þátta.

Elsta málið, sem bíður ákvörðunar, er átta ára gamalt en gagna er beðið í því máli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“