fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Mikill málahalli hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu – Rúmlega sex þúsund mál bíða afgreiðslu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. júlí 2019 07:55

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú bíða rúmlega sex þúsund mál afgreiðslu hjá ákærusviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Elsta málið er frá 2008. Þetta eru mál sem hafa verið til rannsóknar hjá embættinu og bíða þess nú að tekin verði afstaða til hvort ákært verður í þeim eða þau felld niður.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Hulda Elsa Björgvinsdóttur, sviðsstjóri ákærusviðs, sagði í samtali við Fréttablaðið í febrúar í fyrra að 4.000 mál biðu afgreiðslu og væri það meira en venja væri til því yfirleitt væru 2.000 til 3.000 mál til meðferðar á hverjum tíma.

En nú hefur staðan versnað enn frekar. Samkvæmt svörum frá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var töluverð hreyfing á starfsfólki innan réttarvörslukerfisins 2017 og 2018 og hafði það mikil áhrif á ákærusviðið. Tíu ákærendur hættu eða fóru í tímabundin leyfi. Nú er sviðið hins vegar sagt fullmannað og auk þess hafi verið unnið að því að styrkja það á fleiri sviðum.

Búið sé að þróa skráningarkerfið LÖKE betur þannig að það nýtist ákærusviðinu betur. Starfsmenn þess geti nú haft fulla yfirsýn yfir öll mál, stöðu þeirra, hvar þau eru í ferlinu, hversu lengi þau hafa verið til meðferðar auk fleiri þátta.

Elsta málið, sem bíður ákvörðunar, er átta ára gamalt en gagna er beðið í því máli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margrét reiddist heiftarlega við prestana – „Ég varð svo reið að ég þurfti að halda mér á köflum“

Margrét reiddist heiftarlega við prestana – „Ég varð svo reið að ég þurfti að halda mér á köflum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

WOW var orðið ógjaldfært um mitt ár 2018

WOW var orðið ógjaldfært um mitt ár 2018
Fréttir
Fyrir 2 dögum

ASÍ kannaði verð á námsbókum fyrir framhaldsskóla – Hér eru þær ódýrastar

ASÍ kannaði verð á námsbókum fyrir framhaldsskóla – Hér eru þær ódýrastar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ástþór Magnússon ósáttur við aðgerðarleysi lögreglu – „Merkilegt að lögreglan stuðli að svona glæpastarfsemi“

Ástþór Magnússon ósáttur við aðgerðarleysi lögreglu – „Merkilegt að lögreglan stuðli að svona glæpastarfsemi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harðar deilur í fjölskyldunni eftir harmleikinn í Mehamn – „Hafa skrifað virkilega ógeðslega hluti um hann“

Harðar deilur í fjölskyldunni eftir harmleikinn í Mehamn – „Hafa skrifað virkilega ógeðslega hluti um hann“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kári segir mistök hafa verið gerð: Íslensk erfðagreining tekur ekki afstöðu í Orkupakkamálinu

Kári segir mistök hafa verið gerð: Íslensk erfðagreining tekur ekki afstöðu í Orkupakkamálinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenski flugdólgurinn er Þorbergur Aðalsteinsson – Sparkaði í hurð flugstjórnarklefans

Íslenski flugdólgurinn er Þorbergur Aðalsteinsson – Sparkaði í hurð flugstjórnarklefans
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hættulegur leikur við Glerárstíflu: „Þetta er MJÖG mikið ábyrgðarleysi“

Hættulegur leikur við Glerárstíflu: „Þetta er MJÖG mikið ábyrgðarleysi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hallur vill rannsókn á rannsakendum Geirfinnsmálsins – „Kolsvart myrkur og taumlaus illska“

Hallur vill rannsókn á rannsakendum Geirfinnsmálsins – „Kolsvart myrkur og taumlaus illska“