fbpx
Laugardagur 21.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Segja að ólögleg fíkniefnaleit sé stunduð á LungA

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 21. júlí 2019 16:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Listahátíðin LungA sem haldin er á Seyðisfirði náði hámarki um helgina með mörgum stórum tónlistaratriðum. Samtökin Snarrótin sem mjög beita sér gegn fíkniefnaleit á tónlistarhátíðum og gerðu það með áberandi hætti á Secret Solstice, segja að ólögleg fíkniefnaleit sé í gangi á hátíðinni á Seyðisfirði. Um þetta segja samtökin í tilkynningu:

„Snarrótinni hefur borist til eyrna að lögreglan sé að labba um tjaldsvæðið á LungA á Seyðisfirði með hunda og senda þá inn í tjöld til fólks. Snarrótin minnir á að það þarf dómsúrskurð til að leita á manneskju gegn vilja hennar. Þeir aðilar sem neita leit en lenda engu að síður í henni eiga rétt á bótum sé mál þeirra fellt niður/ekkert finnst á þeim.“

Samtökin segja að lögmenn þeirra bjóði öllum þeim sem í þessu lenda upp á fría lögfræðiaðstoð. Jafnframt hvetja samtökin fólk til að deila reynslu sinni af slíku á Facebook.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Logi skilinn

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Yfirstjórnendur lögreglunnar skipaðir án auglýsingar – Bróðir ráðherra meðal þeirra

Yfirstjórnendur lögreglunnar skipaðir án auglýsingar – Bróðir ráðherra meðal þeirra
Fréttir
Í gær

Telja 1,3 milljarð ekki sanngjarnar bætur í Guðmundar- og Geirfinnsmáli – „Þið eigið engan rétt á bótum“

Telja 1,3 milljarð ekki sanngjarnar bætur í Guðmundar- og Geirfinnsmáli – „Þið eigið engan rétt á bótum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi á Ásbrú hefur fengið sig fullsaddan af ælandi köttum – „Ég er að sturlast“

Íbúi á Ásbrú hefur fengið sig fullsaddan af ælandi köttum – „Ég er að sturlast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Daníel og Albert sakaðir um hrottalega frelsissviptingu – „Ógnaði honum með hamri og hótaði að brjóta á honum hausinn“

Daníel og Albert sakaðir um hrottalega frelsissviptingu – „Ógnaði honum með hamri og hótaði að brjóta á honum hausinn“