Þriðjudagur 21.janúar 2020
Fréttir

Vaknaði við að ókunnugur maður var inni í íbúðinni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 20. júlí 2019 08:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um fjögur leytið í nótt barst lögreglunni í Reykjavík tilkynning um mann í heimildarleysi inni íbúð í hverfi 104. Húsráðandi vaknaði við að ókunnugur maður var í íbúðinni. Maðurinn var sagður drukkinn og fór út úr íbúðinni án þess að taka nokkuð. Ók hann burtu á bíl en fannst ekki þrátt fyrir leit lögreglu.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Þar segir einnig meðal annars frá umferðarslysi sem varð í Kópavogi klukkan tíu í gærkvöld. Tveir menn voru á fjórhjóli sem valt.  Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur.  Ökumaðurinn kenndi eymsla í öxl og var fluttur á Slysadeild til aðhlynningar og síðan vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Farþeginn var ómeiddur.  Hjólið er óskráð.

Á ellefta tímanum í gærkvöld var drukkinn maður með hnífi í hendi handtekinn í Kópavogi. Hafði hann staðið í ágreiningi. Maðurinn er grunaður um brot á vopnalögum, líkamsárás og eignaspjöll.  Maðurinn var vistaður fyrir rannsókn máls  í fangageymslu lögregluu

Fjölmörg atvik voru skráð í dagbókina þar sem ökumenn voru grunaðir um ölvun við akstur eða akstur undir áhrifum fíkniefna Samtals voru 90 mál skráð í dagbók lögreglu frá kl. 17 í gær til 5 í morgun og sjö vistaðir í fangageymslum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Davíð nóg boðið: Húðskammar stjórnmálamenn – „Forkastanlegt, svo fastar sé ekki kveðið að“

Davíð nóg boðið: Húðskammar stjórnmálamenn – „Forkastanlegt, svo fastar sé ekki kveðið að“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Stökk yfir girðingu á Reykjavíkurflugvelli – Var handtekinn 13 tímum áður

Stökk yfir girðingu á Reykjavíkurflugvelli – Var handtekinn 13 tímum áður
Fréttir
Í gær

Lára Hanna tekur Lilju Rafney til bæna fyrir að kenna okkur um – „Horfðu stíft í spegil og íhugaðu hvar ábyrgðin á horfnu fé liggur“

Lára Hanna tekur Lilju Rafney til bæna fyrir að kenna okkur um – „Horfðu stíft í spegil og íhugaðu hvar ábyrgðin á horfnu fé liggur“
Fréttir
Í gær

Magapest Kristínar á Kanarí reyndist vera dálítið meira: „Eitt það ógeðslegasta sem ég hef lent í á ævinni“

Magapest Kristínar á Kanarí reyndist vera dálítið meira: „Eitt það ógeðslegasta sem ég hef lent í á ævinni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir menn rændu dreng í Langholtshverfi

Tveir menn rændu dreng í Langholtshverfi
Fyrir 2 dögum
Þögnin