fbpx
Laugardagur 28.janúar 2023
Fréttir

„Þú missir alla von eftir svona langan tíma“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 20. júlí 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir langar og ítarlegar rannsóknir lögreglunnar, þá eru þessi óhugnanlegu morðmál, sum sem ná allt aftur til áttunda áratugarins, enn að valda lögreglunni heilabrotum. Aðstandendur eru enn í sárum og vita ekki hver er ábyrgur fyrir morðinu á ástvinum þeirra og mögulega ganga morðingjarnir enn frjálsir sinna ferða.

MailOnline á vefsíðunni DailyMail fór yfir 15 óleyst morðmál í Bretlandi með það að markmiði að reyna að finna og koma lögum yfir morðingjana. Hér er annar hluti af þremur. Hér má lesa fyrsta hlutann og hér þriðja hluta.

Valerie Graves fannst myrt í svefnherbergi sínu á heimili vinahjóna hennar.

Valerie Graves 

Þann 30. desember árið 2013 fannst Valerie Graves, 55 ára gömul móðir, látin í svefnherbergi sínu í Bosham í Vestur-Sussex. Graves var að passa heimili fyrir vinahjón sín og lést hún nokkrum dögum eftir að hafa fagnað afmæli sínu þar, ásamt Eileen, móður sinni, Jan, systur sinni og manni hennar, Nigel Acres. Vinahjón hennar, sem áttu húsið, voru í fríi á Kostaríku.

Engin ummerki fundust um að átök hefðu átt sér stað, en krufning leiddi i ljós að Graves hlaut fjölda höfuðáverka eftir að hafa verið lamin nokkrum sinnum með hamri. Vopnið fannst 600 metrum frá húsinu og fannst DNA Graves á því, og lífsýni sem gaf til kynna að gerandinn væri karlmaður. Samsvörun fannst ekki í gögnum lögreglunnar og morðinginn hefur ekki enn fundist þrátt fyrir að 10 þúsund pund hafi verið boðin sem verðlaun fyrir upplýsingar.

Hamarinn sem var notaður sem morðvopn fannst 600 metrum frá húsinu.

Jason Taylor rannsóknarlögreglumaður sagði við MailOnline: „Lögreglumenn og starfsfólk í rannsóknarteyminu er staðráðið í að finna morðingja Graves og sjá til þess að réttlætinu verði fullnægt fyrir hana og fjölskyldu hennar og við munum reyna áfram að gera að gera allt sem í okkar valdi er til að sjá til þess að svo verði. 10 þúsund pund eru enn í boði sem verðlaun fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku og dóms yfir morðingja hennar og ég bið alla sem búa yfir upplýsingum um málið að hafa samband við lögregluna.“

Wilson var skotinn tvisvar í höfuðið og einu sinni í líkamann.

Alistair Wilson  

Alistair Wilson, 30 ára gamall bankastarfsmaður, varði sunnudeginum þann 29. nóvember árið 2004 í göngu meðfram skosku strandlengjunni ásamt eiginkonu sinni Veronicu. Eftir að þau komu aftur á heimili sitt í Nairn, sjávarbæ í Norðaustur-Skotlandi, borðaði hann kvöldmat og svæfði tvo unga syni sína.

Nokkrum klukkustundum seinna bankaði ókunnugur maður upp á á heimilinu og bað um að fá að ræða við Wilson. Skaut hann Wilson tveimur skotum í höfuðið og einu í líkamann.

Lögreglunni hefur ekkert orðið ágengt í að leysa málið, en í desember árið 2016 gaf hún út frekari upplýsingar um byssuna sem notuð var sem morðvopn. Byssa sambærileg morðvopninu, Haenel Schmeisser, fannst við garðsölu í húsi í bænum.

Byssa sambærileg morðvopninu, Haenel Schmeisser.

Um sama leyti hringdi hlustandi inn á útvarpsstöð á svæðinu og sagðist búa yfir upplýsingum um morðið. Byssur af þessari tegund eru sjaldséðar í Englandi og aðeins þrettán slíkar hafa sést þar síðan árið 2008. Lögreglan telur að hermenn hafi komið með þær til Englands eftir seinni heimsstyrjöldina.

Réttarmeinafræðingar að störfum á heimili Wilson.
Paul Savage.

Paul Savage

Póstmaðurinn Paul Savage var laminn til bana á hrottalegan hátt með viðarkylfu þegar hann var á sínum hefðbundna útburðarrúnti. Atvikið átti sér stað um klukkan 7.15 að morgni 4. febrúar árið 2003.

Stuttu seinna fann húseigandi í Mold í Wales lík Savage, þar sem hann lá við hliðina á hjóli sínu og póstburðarpoka. Savage hafði verið laminn af slíkum ofsa að höfuðkúpa hans var í molum.

Vitni sáu tvo unga hettuklædda menn hlaupa í burtu frá vettvanginum. Lögreglan komst að því að Savage, sem var frá Sale í Manchester, átti langan afbrotaferil að baki. Hann hafði setið í fangelsi í níu mánuði vegna vörslu fíkniefna og ætlaðrar sölu á þeim eftir að hann var handtekinn með kannabisefni að andvirði yfir einni milljón punda.

Eftir afplánun flutti hann til Mold með Charlotte, eiginkonu sinni, og fjögurra ára gamalli dóttur þeirra. Lögreglan rannsakaði málið í þaula þar til árið 2009 og í maí á þessu ári var enn á ný óskað eftir vitnum. Lögreglan segir að engar nýjar upplýsingar hafi komið fram í málinu.

Julia Webb var lamin til bana.

Julia Webb

Julia Webb var lamin til bana í skógi nálægt heimili hennar í Sandiway í Cheshire í febrúar árið 2005 þegar hún var á göngu með labradorhund sinn. Christopher, son hennar, var farið að lengja eftir að móðir hans sneri heim og fór því á reiðhjóli sínu að leita hennar. Hann fann hundinn, sem leiddi hann að líki Webb.

Lögreglan hóf víðtæka leit að morðingja hennar og bauð 30 þúsund punda verðlaun fyrir upplýsingar. Lögreglan er enn að leita tveggja karlmanna sem sáust á svæðinu á sama tíma og Webb lést, eldri manns með rauðan göngustaf og manns sem líktist „George Michael“ með skeggbrodda, sem keyrði silfraðan Ford Orion.

 

 

Lyn Bryant var drepin á göngu með fjölskylduhundinn.

Lyn Bryant

Lyn Bryant, 55 ára, var drepin nálægt heimili sínu í Ruan High Lanes í Cornwall í október árið 1998. Hún var á göngu með fjölskylduhundinn Jay. Dætur hennar, Erin og Lee, voru 19 og 21 árs, og ömmusonur hennar, Keelan, var 10 mánaða.

Mótorhjólamaður sá Bryant tala við karlmann við gatnamótin við kirkju bæjarins. Stuttu síðar fannst lík Bryant við hliðarveg á milli kirkjunnar og Trevilesseturs.

Bíll Bryant.

Á 20 ára dánarafmæli hennar í október í fyrra óskaði fjölskylda hennar eftir upplýsingum um dauða hennar. Beiðnin hefur leitt af sér 27 nýjar vísbendingar sem tengjast 13 einstaklingum.

Stuart Ellis, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni í Devon og Cornwall, sem fer með rannsókn málsins, er ánægður með viðtökurnar.

„Við erum þakklát stuðningi almennings sem hefur leitt af sér 27 raunhæfar vísbendingar. Vegna þeirra erum við með nöfn 13 einstaklinga sem þarfnast frekari rannsókna og við gætum óskað eftir DNA-sýni frá þeim til að útiloka þá.

Lögreglumenn munu fara yfir allar vísbendingar. Fyrra starf okkar, að skoða einstaklinga, bæði heimamenn og aðra á Englandi, í samræmi við DNA-prófíl okkar mun einnig halda áfram næstu mánuði. Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð frá þeim sem við höfum óskað eftir DNA frá við rannsóknina og við vonum að það samstarf haldi áfram.“

Svæðið þar sem lík Bryant fannst.

Lee Taylor, dóttir Bryant, sem er orðin 41 árs, segir: „Eðlilega eftir því sem lengra líður, verðum við vonminni, þar til nýlega. 20 ár eru langur tími. Margt hefur breyst í fjölskyldu okkar, margt sem mamma hefur misst af. Fjögur barnabörn, trúlofanir, alls konar viðburðir. Ég hélt ekki að svona langur tími myndi líða. Þú missir alla von eftir svona langan tíma.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jóhannes sóttur til saka í héraði og Lexusinn á uppboði hjá Sýslumanni

Jóhannes sóttur til saka í héraði og Lexusinn á uppboði hjá Sýslumanni
Fréttir
Í gær

Frosti svarar Jóni Trausta fullum hálsi – „Hann veittist að persónu minni og mannorði“

Frosti svarar Jóni Trausta fullum hálsi – „Hann veittist að persónu minni og mannorði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Baldur segir hugvíkkandi efni ekkert annað en fíkniefni – Skilaboðin að fíkniefnaneysla sé eðlileg

Baldur segir hugvíkkandi efni ekkert annað en fíkniefni – Skilaboðin að fíkniefnaneysla sé eðlileg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorlákur dæmdur til að greiða samfanga bætur fyrir líkamsárás á Litla-Hrauni – Afplánar sjö og hálfs árs dóm fyrir tilraun til að drepa varaþingmann

Þorlákur dæmdur til að greiða samfanga bætur fyrir líkamsárás á Litla-Hrauni – Afplánar sjö og hálfs árs dóm fyrir tilraun til að drepa varaþingmann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýjar upplýsingar um dauða rússnesks olígarka – „Brunnið lík skýrir ekki frá leyndarmálum“

Nýjar upplýsingar um dauða rússnesks olígarka – „Brunnið lík skýrir ekki frá leyndarmálum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vestrænir skriðdrekar auka á ótta Rússa við að bíða sögulegan ósigur

Vestrænir skriðdrekar auka á ótta Rússa við að bíða sögulegan ósigur