Sunnudagur 26.janúar 2020
Fréttir

Smituðust af E.coli eftir að gripið var til aðgerða í Efstadal II

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 19. júlí 2019 16:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki er búið að uppræta E.coli smit í Efstadal II. Ferðamaður sem heimsótti bæinn þann 8. júlí hefur greinst með bakteríuna, en hann sótti bæinn heim eftir að gripið hafði verið til aðgerða sem áttu að koma í veg fyrir frekara smit. Samkvæmt Landlækni hefur einnig annar fullorðinn einstaklingur greinst með bakteríuna, en sá er starfsmaður á bænum.

Niðurstöður rannsókna hafa sýnt að E.coli bakterían er útbreiddari á staðnum en áður var haldið og ekki eingöngu bundin við kálfana.

Alls hafa 21 einstaklingur greinst með smit, 19 börn og tveir fullorðnir.  Heilbrigðiseftirlit Suðurlands í samráði við Matvælastofnun hafur farið fram á frekari úrbætur á Efstadal II, þar á meðal að staðurinn verði þrifinn og sótthreinsaður, sala íss stöðvuð og aukinn aðskilnað milli veitingasvæða og dýra. Einnig munu starfsmenn sem vinna við matvæli þurfa að sýna fram að að þeir séu ekki með bakteríuna STEC E.coli.

Sterkur grunur er um þriggja ára barn sé smitað, það yrði þá tuttugasta barnið til að greinast með bakteríuna. Barnið hafði heimsótt Efstadal fyrir 2-3 vikum en einnig umgengist annað barn með staðfesta greiningu á E.coli sýkingu.

Frekari upplýsingar má lesa á vef Landlæknis

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eyrnamerktir skattar fara ekki í verkefnin sem þeim er ætlað: „Úps var ég að segja eitthvað sem ég mátti ekki nefna“

Eyrnamerktir skattar fara ekki í verkefnin sem þeim er ætlað: „Úps var ég að segja eitthvað sem ég mátti ekki nefna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framhalds stofnfundur samtakanna Verndum veika og aldraða

Framhalds stofnfundur samtakanna Verndum veika og aldraða