fbpx
Fimmtudagur 22.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Tekjublað 2019  Sjá allt

Fréttir

Átak gegn vændi í gangi – 37 kynferðisbrot í júní

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 18. júlí 2019 14:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæplega 700 hegningarlagabrot voru skráð á höfuðborgarsvæðinu í júní og er það nokkur fækkun frá brotafjölda í maí. Þetta kemur fram í skýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um tölfræði afbrota fyrir júní 2019.

Skráð kynferðisbrot eru 37 en þau voru 46 í maí. Þetta er langt yfir vanalegum tölum í þessum brotaflokki en ástæðan er rakin til þess að lögreglan hefur staðið í átaki gegn vændi og hafa grunaðir vændiskaupendur verið handteknir.

Umferðarlagabrotum og brotum þar sem ekið er undir áhrifum fíkniefna eða áfengis hefur fjölgað mikið og segir um það í tilkynningunni:

„Í júní fjölgaði skráðum umferðarlagabrotum mikið, en á milli mánaða fjölgaði þeim um 26 prósent.  Alls voru skráð 194 brot þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Ekki hafa verið skráð jafn mörg tilvik síðan lögum og verklagi lögreglu vegna aksturs undir áhrifum ávana– og fíkniefna var breytt árið 2006. Sama gildir um brot þar sem ökumaður var grunaður um ölvun við akstur en það sem af er ári hafa verið skráð um 18 prósent fleiri brot en voru skráð að meðaltali á sama tímabili sl. þrjú ár á undan.“

Hér er að hlaða skýrslunni niður hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Háþrýstiþvottur líklega ein af smitleiðunum í Efstadal í sumar

Háþrýstiþvottur líklega ein af smitleiðunum í Efstadal í sumar
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Harðar deilur á Reykjanesbraut: Kastaði kaffibollanum í bílinn á rauðu ljósi

Harðar deilur á Reykjanesbraut: Kastaði kaffibollanum í bílinn á rauðu ljósi