Föstudagur 13.desember 2019
Fréttir

Hringbraut stendur við frétt sína um gjafamiða á Secret Solstice og birtir upptöku – Hvers vegna þurfti borgarstjóri þrjá miða?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 17. júlí 2019 20:52

Dagur B. Eggertsson Mynd-Hanna/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttavefur Hringbrautar hefur fengið harða gagnrýni frá borgarstjóra og aðstandendum tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice. Hafa þessir aðilar sakað Hringbraut um villandi fréttaflutning vegna fréttar um gjafamiða til borgarfulltrúa og borgarstjóra á hátíðina. Inntak fyrstu fréttar Hringbrautar um málið var það að borgarstjóri hefði fengið þrjá boðsmiða að samtals andvirði 450 þúsund krónur á hátíðina og hafi ekki skráð gjöfina í hagsmunaskráningu borgarfulltrúa.

Borgarstjóri og framkvæmdastjóri Secret Solstice segja þennan fréttaflutning fráleitan og ótrúlegan tilbúning sem gerður sé úr stuttri heimsókn borgarstjóra inn á svæðið að sunnudagskvöldi þar sem hann hafi verið að kynna sér aðstæður. Hringbraut hafi ranglega jafnað saman svokölluðum Artist Gold VIP aðgangi sem borgarstjóri fékk og sé ekki til sölu, og Óðinsmiða, en slíkir miðar fela í sér aðgang að öllu svæðinu auk ókeypis veitinga.

Fram hefur komið í andsvörum borgarstjóra og aðstandenda Secret Solstice að borgarstjóri hafi staldrað stutt við á hátíðinni.

Í upptöku af símtali blaðamanns Hringbrautar og framkvæmdastjóra Secret Solstice kemur fram að eini munurinn á þessum miðum séu veitingarnar sem sagðar eru að fylgi ekki aðgangi borgarstjórans. Þá er þeirri spurningu ósvarað hvers vegna borgarstjóri þurfti þrjá slíka miða en aðstoðarmaður hans fékk einnig miða.

Upptakan sem Hringbraut birtir er einnig hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Voru með fíkniefni innvortis

Voru með fíkniefni innvortis
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Martröð í 10-11 – Ráðist á Pétur á jólunum: „Þetta er ekkert líf“

Martröð í 10-11 – Ráðist á Pétur á jólunum: „Þetta er ekkert líf“
Fréttir
Í gær

Þjófar létu greipar sópa í Hlíðunum: Brutust inn í fimmtán geymslur

Þjófar létu greipar sópa í Hlíðunum: Brutust inn í fimmtán geymslur
Fréttir
Í gær

Milljarðatjón vegna óveðursins

Milljarðatjón vegna óveðursins