Fimmtudagur 12.desember 2019
Fréttir

Árni Sigfússon minnist bróður síns: „Reiðarslag því ekkert benti til svo skjótra endaloka“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 17. júlí 2019 10:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árni Sigfússon, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og bæjarstjóri Reykjanesbæjar, minnist bróður síns, Dr. Þorsteins Inga Sigfússonar, á Facebook-síðu sinni. Þorsteinn var bráðkvaddur aðfaranótt 15.júlí síðastliðinn en hann var prófessor og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

Árni segir andlát hans reiðarslag. „Elskulegur bróðir minn, Dr. Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, varð bráðkvaddur aðfaranótt 15. júlí s.l. Hann var nýorðinn 65 ára. Þetta er okkur öllum hans nánustu reiðarslag því ekkert benti til svo skjótra endaloka,“ segir Árni.

Bestu vinir

Hann segir að þeir bræður hafi ávallt verið nánir. „Við Þorsteinn Ingi, stóri bróðir, fylgdumst að frá barnæsku í Vestmannaeyjum, enda ekki nema tveggja ára aldursmunur. Uppfinningar hans litu snemma dagsins ljós og þá var gott að eiga áræðinn litla bróður sem var til í láta á reyna. Við vorum bestu vinir alla tíð. Gáfur hans og hjartahlýja voru mér dýrmætur stuðningur bernsku- og unglingsár rétt eins og fram á síðustu stundu,“ segir Árni.

Árni segir hann hafa lagt mikið til samfélagsins. „Hér er ekki ætlunin að þylja hið mikla framlag sem bróðir minn lagði til samfélagsins, hvernig glíma hans var að beisla þekkinguna inn í atvinnusköpun, eða þylja þær opinberu viðurkenningar sem hann hlaut. Í mínum huga eru sterkari viðurkenningar fólgnar í áhrifum hans á fólk, á okkur hans nánustu, í börnum hans og ljósinu hans í lífinu, Beggu. Ég kveð elsku bróður minn í sárum söknuði,“ segir Árni.

Borgarstjóri minnist Þorsteins

Fleiri minnast Þorsteins á Facebook en þar á meðal má nefna borgarstjóra Reykjavíkur, Dag B. Eggertsson. „Það hryggir mig mjög að lesa af andláti þess mæta manns Þorsteins Inga Sigfússonar, forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og prófessors. Það var gæfa mín á stúdentsárunum að kynnast Þorsteini Inga, metnaðarfullum prófessor á kafi í rannsóknum og kennslu og sérstökum áhugamanni um tengsl rannsókna og atvinnulífs. Ég var formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands og var að berjast fyrir málefnum stúdenta og auknum framlögum til menntamála og háskólans,“ skrifar Dagur.

Dagur segir þá tvo hafa unnið vel saman óháð því hvaða stjórnmálaflokk þeir studdu. „Hann brann fyrir menntun og vísindum, var virkur og vel tengdur í Sjálfstæðisflokknum, ólíkt mér sem var hvergi í flokki. Saman fórum við í það verkefni að búa til bandalag þvert á pólitík og flokka, um aukin framlög og áherslu á nýsköpun og vísindi í gegnum góð verkefni og samtöl við þingmenn og ráðherra og hvern þann sem vildi leggja lið. Hvort sem málið snerist um aukið fé til Þjóðarbókhlöðunnar, Háskólans, Lánasjóðs íslenskra námsmanna eða Nýsköpunarsjóðs námsmanna sem tókst að stækka mjög á þessum árum var Þorsteinn ómetanlegur bandamaður og málafylgjumaður sem kenndi mér margt,“ segir Dagur.

Unnu vel saman

Dagur segir að Þorsteinn hafi ávallt verið hlýr í allri viðkynningu. „Síðar áttum við samleið og byggðum upp frumkvöðlasetur í Reykjavík í samvinnu borgarinnar og Nýsköpunarmiðstöðvar. Er Frumkvöðlasetur skapandi greina við Hlemm þeirra stærst. FabLabið í Breiðholti er annar ávöxtur þessa samstarfs. Það er mikill sjónarsviptir af Þorsteini Inga. Hann var hlýr í allri viðkynningu og leiftrandi áhugasamur um viðfangsefnin. Það kom þetta sértaka bros og blik í auga þegar hann útlistaði bestu leiðina og næstu skref að settu marki. Síðustu árin töluðum við æ oftar um þá sýn að Nýsköpunarmiðstöð ætti hvergi betur heima en í návígi við stúdenta og háskólana, á svæði annars hvors háskólans í Vatnsmýri,“ segir Dagur.

Borgarstjóri vottar hans nánustu sína innilegustu samúð. „Við deildum þeirri sýn að Íslandi ætti aðeins eitt tækifæri til að búa til nógu stórt, öflugt og fjölmennt svæði vísinda, rannsóknar og nýsköpunar til að geta keppt og skapað tækifæri á alþjóðavísu. Það væri þekkingarþorpið í Vatnsmýri. Vonandi verða aðrir til að taka við því kefli þó fáir hafi til að bera framsýni og eldmóð Þorsteins Inga Sigfússonar. Blessuð sé minning hans. Ég votta eftirlifandi eiginkonu Þorsteins, börnum hans og fjölskyldu mína innilegustu samúð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Talsverðar líkur á rafmagnstruflunum í dag – Rafmagnslaust á Dalvík síðan í morgun

Talsverðar líkur á rafmagnstruflunum í dag – Rafmagnslaust á Dalvík síðan í morgun
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Einn mesti vindhraði sem mælst hefur á Íslandi – Sjáðu ótrúlegt kort Veðurstofunnar

Einn mesti vindhraði sem mælst hefur á Íslandi – Sjáðu ótrúlegt kort Veðurstofunnar
Fréttir
Í gær

Hvað gerist á morgun og næstu daga? Áfram óveður eða gengur þetta niður?

Hvað gerist á morgun og næstu daga? Áfram óveður eða gengur þetta niður?
Fréttir
Í gær

Systir hennar pyntuð grimmilega í Sádi-Arabíu fyrir að aka bíl

Systir hennar pyntuð grimmilega í Sádi-Arabíu fyrir að aka bíl