fbpx
Fimmtudagur 22.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Diamond Beach rokkar

Tekjublað 2019  Sjá allt

Fréttir

Vilja láta stórskulduga sitja sektir af sér – Sáralítið innheimtist af hæstu sektunum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. júlí 2019 07:50

Fangelsið á Litla Hrauni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef tillögur starfshóps á vegum dómsmálaráðherra ná fram að ganga verður hætt að bjóða þeim, sem hafa hlotið dóm í refsimáli sem kveður á um greiðslu sektar upp á meira en tíu milljónir, að afplána vararefsingu með samfélagsþjónustu. Þess í stað eiga viðkomandi að sitja sektina af sér í fangelsi. Innheimtuhlutfall dómssekta er tæplega tíu prósent en hvað varðar hæstu sektirnar er það aðeins tvö prósent.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að tryggja eigi að tíu afplánunarpláss verði tryggð undir þá sem þurfa að sitja af sér sektargreiðslur en það sé forsenda þess að yfirvofandi fangelsisvist verði fólki hvatning til að greiða sektina.

Starfshópurinn lýsir efasemdum um varnaðaráhrif samfélagsþjónustu í tilvikum hæstu sektanna þar sem brotin hafa falið í sér mikinn fjárhagslegan ávinning. Talið er að afplánun í fangelsi sé líklegri til að hafa áhrif á skuldara til að greiða sektir sínar.

Starfshópurinn var settur á laggirnar í kjölfar athugasemda Ríkisendurskoðunar hvað varðar lágt innheimtuhlufall sekta. Í athugasemdum Ríkisendurskoðunar var lýst sterkum grunsemdum um að fólk, sem hefur hlotið dóma fyrir skattalagabrot og önnur svokölluð hvítflibbabrot, hafi fullt bolmagn til að greiða sektir sínar en komi sér hjá því að greiða og afpláni frekar með vararefsingu, í flestum tilfellum með samfélagsþjónustu. Með þessu fái viðkomandi mjög hátt tímakaup ef miðað er við ávinninginn af brotinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Háþrýstiþvottur líklega ein af smitleiðunum í Efstadal í sumar

Háþrýstiþvottur líklega ein af smitleiðunum í Efstadal í sumar
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Harðar deilur á Reykjanesbraut: Kastaði kaffibollanum í bílinn á rauðu ljósi

Harðar deilur á Reykjanesbraut: Kastaði kaffibollanum í bílinn á rauðu ljósi