fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Pólverjar afturkalla framsalskröfu og alþjóðlega handtökuskipun í Euro-Market málinu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. júlí 2019 07:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pólsk yfirvöld hafa afturkallað framsalskröfu á hendur pólskum manni, búsettum hér á landi, og fellt niður alþjóðlega handtökuskipun á hendur honum. Fyrst var óskað eftir framsali mannsins í desember 2017 en þá sat hann í gæsluvarðhaldi hér á landi í tengslum við rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi, svokallað Euro-Market mál. Málið hefur nú velkst um í kerfinu í eitt og hálft ár.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Þegar málið var til rannsóknar kom fram að það tengdist fíkniefnainnflutningi, peningaþvætt, fjársvikum, brotum á vopnalögum, lyfjalögum og fíkniefnaframleiðslu.

Héraðsdómur hafnaði framsalskröfu á sínum tíma þar sem ekki væri heimilt að framselja fólk sem er í gæsluvarðhaldi eða farbanni vegna rannsóknar annars máls en þess sem framsalsbeiðnin byggir á. Landsréttur staðfesti þetta. Maðurinn var síðar úrskurðaður í farbann með vísan til framsalskröfunnar. Síðan var framsalið heimilað með dómsúrskurði.

Haft er eftir Steinbergi Finnbogasyni, verjanda mannsins,  að maðurinn hafi nú fengið svokallað griðabréf frá pólskum yfirvöldum. Í því felist að hann geti farið til Póllands til að gefa skýrslu og svo komið aftur til Íslands ef hann kýs svo. Hann sagði að maðurinn hafi þurft að greiða tryggingu og lofa því að mæta til skýrslutöku í Póllandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu