Föstudagur 13.desember 2019
Fréttir

Brýtur Bjarni siðareglur?

Karl Garðarsson
Mánudaginn 15. júlí 2019 09:25

Bjarni Benediktsson. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur sent fyrirspurn til fjárlaganefndar Alþingis um hvort Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hafi brotið gegn siðareglum ráðherra með því að taka sæti sem varaformaður bankaráðs AIIB, asíska innviðabankans í liðinni viku.

Í 3. grein siðareglna ráðherra segir eftirfarandi: „Ráðherrastarf (að jafnaði ásamt þingmennsku) telst fullt starf. Ráðherra gegnir ekki öðrum störfum á meðan. Sinni ráðherra öðrum tilfallandi verkefnum er honum óheimilt að þiggja greiðslur fyrir nema þær séu innan hóflegra marka og að fengnu samþykki forsætisráðuneytisins.“

Björn segist, í samtali við DV, vilja fá svör við því hvort þetta sé launað starf hjá Bjarna, og eins hvort varaformennskan sé hluti af skyldum okkar sem aðildarríki að banknum. Fyrirspurn hans var send í gærkvöldi og þar spyr hann líka hvernig þetta fari saman við fullt starf Bjarna sem ráðherra.

Ísland var meðal 57 stofnenda AIIB bankans, ásamt öllum Norðurlöndunum, en eftir ársfundinn í liðinni viku eru meðlimir orðnir 100. Hlutafé bankans er 100 milljarðar bandaríkjadala. Ísland er í kjördæmi með Bretlandi, Danmörku, Noregi, Póllandi, Rúmeníu, Sviss, Svíþjóð og Ungverjalandi. Löndin deila saman stjórnarmanni í bankanum sem nú er frá Bretlandi. Ísland var með varamann í stjórn fyrsta hálfa starfsár bankans og mun eiga varamann næst árin 2022-2024.

Í síðustu viku samþykkti AIIB bankinn að fjármagna, ásamt efnahags- og þróunarbankanum, fyrsta jarðvarmaverkefni bankans, í Tyrklandi, en að því koma tvö íslensk ráðgjafafyrirtæki. Bankinn hefur samþykkt fjárfestingar í 40 verkefnum í 27 löndum fyrir samtals um 8 milljarða króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Voru með fíkniefni innvortis

Voru með fíkniefni innvortis
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Martröð í 10-11 – Ráðist á Pétur á jólunum: „Þetta er ekkert líf“

Martröð í 10-11 – Ráðist á Pétur á jólunum: „Þetta er ekkert líf“
Fréttir
Í gær

Þjófar létu greipar sópa í Hlíðunum: Brutust inn í fimmtán geymslur

Þjófar létu greipar sópa í Hlíðunum: Brutust inn í fimmtán geymslur
Fréttir
Í gær

Milljarðatjón vegna óveðursins

Milljarðatjón vegna óveðursins