fbpx
Fimmtudagur 22.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Tekjublað 2019  Sjá allt

Fréttir

Undir áhrifum fíkniefna með börn í bílnum

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 14. júlí 2019 09:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um níuleytið í gærkvöldi hafði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu afskipti af ökumanni í Mosfellsbæ sem grunaður var um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna. Læknir kom á lögreglustöð og mat ökumanninn óhæfan til aksturs. Í bifreiðinni með ökumanni voru þrjú börn, á aldrinum ellefu til tólf ára. Barnavernd var kölluð til við afgreiðslu málsins.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu, ásamt þessu:

Ofurölvi maður handtekinn í hverfi 101 á fjórða tímanum í nótt. Lögregla ítrekað búin að hafa afskipti af manninum, vekja hann og vísa honum í burt en gekk ekki. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu meðan ástand batnar.

Bifreið var stöðvuð í hverfi 108 á svipuðum tíma. Ökumaðurinn sem er aðeins 17 ára er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna. Málið afgreitt með aðkomu móður og tilkynningu til Barnaverndar.

Tilkynnt var um umferðarslys í Höfðahverfinu þar sem maður á vespu ekur útaf og á staur. Áverkar á höfði. Fluttur með sjúkrabifreið á Slysadeild. Maðurinn er grunaður um ölvun á reiðhjóli.

Bifreið var stöðvuð í hverfi 110. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna, vörslu fíkniefna og brot á vopnalögum. Ástand bifreiðarinnar var áfátt og voru skráningarnúmer fjarlægð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Háþrýstiþvottur líklega ein af smitleiðunum í Efstadal í sumar

Háþrýstiþvottur líklega ein af smitleiðunum í Efstadal í sumar
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Harðar deilur á Reykjanesbraut: Kastaði kaffibollanum í bílinn á rauðu ljósi

Harðar deilur á Reykjanesbraut: Kastaði kaffibollanum í bílinn á rauðu ljósi