fbpx
Þriðjudagur 15.október 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Forstjóri Útlendingastofnunar svarar gagnrýni Steinunnar – Segir starfsmenn ekki selja sál sína fyrir gott staffapartý

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 12. júlí 2019 11:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunnar, svarar þeirri gagnrýni sem Útlendingastofnun hefur orðið fyrir, meðal annars í nýlegum pistli Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur í Fréttablaðinu þar sem Steinunn ásakaði starfsmenn Útlendingastofnunnar  meðal annars um að vera sálarlausir djöflar sem hafi selt sál sína fyrir gott staffapartý.

Gagnrýninni svarar hún í pistli sem birtist á Vísi þar segir Kristín að starfsmenn Útlendingsatofnunnar gæti ávallt hlutleysis, og þó svo auðvelt sé að finna fyrir meiri samúð með sumum hælisleitendum þá sé það oft þannig að þeir sem minnstu samúðina vekja þurfi í raun mest á vernd að halda. Starsfmenn taki ákvörðun byggða á þörf umsækjenda en ekki til að vekja velþóknun almennings.

„Útlendingastofnun hefur það hlutverk, ásamt fleiri stjórnvöldum, að veita þeim einstaklingum vernd sem á henni þurfa að halda en að sama skapi að synja þeim sem ekki þurfa á henni að halda. Í þeim tilgangi hefur löggjafinn sett stofnuninni og starfsfólki hennar reglur til þess að meta þörfina í hverju og einu máli.“

Kristín segir að það sem af er þessu ári hafi 111 einstaklingar fengið vernd á Íslandi. „Á sama tíma var 118 einstaklingum synjað um vernd, 99 fengu ákvörðun um endursendingu til annars aðildarríkis Dyflinnarsamstarfsins og 88 var synjað um efnislega meðferð þar sem þeir höfðu þegar fengið vernd í öðru Evrópuríki. Alls hafa svo 84 einstaklingar dregið umsóknir sínar til baka.“

Þeir sem sækja um vernd á Íslandi eru jafn misjafnir og þeir eru margir.  „Auðvelt er að finna til meiri samúðar með sumum en öðrum og stundum er það þannig að þeir sem vekja minnsta samúð eru þeir sem þurfa mest á verndinni að halda. Mikil áhersla er lögð á það hjá Útlendingastofnun að öll mál séu unnin af hlutleysi svo að skoðanir og tilfinningar starfsmanna eða samfélagsins hafi ekki ósanngjörn áhrif á niðurstöður og þörfin á vernd sé metin á grundvelli staðreynda.“

Það er svo tvennt ólíkt, að geta sett sig í spor annarra, og tekið ákvarðanir sem gæta jafnræðis og eru í samræmi við vilja löggjafans. Bæði atriðin séu mikilvægir eiginleikar opinberra starfsmanna.

„Samúð og getan til þess að setja sig í spor annarra eru mikilvægir eiginleikar hvers opinbers starfsmanns en á sama tíma þurfa allar ákvarðanir sem teknar eru að gæta jafnræðis og þjóna þeim tilgangi sem löggjafinn mælir fyrir um. Í tilfelli Útlendingastofnunar er sá tilgangur skýr: að veita vernd þeim sem hana þurfa. Hvorki Útlendingastofnun né nokkur starfsmaður hennar er hafinn yfir gagnrýni en sálir starfsmanna eða vilji þeirra til þess að taka ákvarðanir byggðar á þörf þeirra sem í hlut eiga verða ekki seld – hvorki fyrir gott staffapartí né velþóknun pistlahöfunda.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Elías er látinn

Elías er látinn
Fréttir
Í gær

Sjálfboðaliði og eigandi að Skrauthólum í hár saman: „Vond lykt inni í herberginu og seinna fann ég dauða mús undir rúminu mínu“

Sjálfboðaliði og eigandi að Skrauthólum í hár saman: „Vond lykt inni í herberginu og seinna fann ég dauða mús undir rúminu mínu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heimilisleysi á Íslandi – Brýn þörf á úrræðum: „Við erum gleymdir hér og óttumst framtíðina“

Heimilisleysi á Íslandi – Brýn þörf á úrræðum: „Við erum gleymdir hér og óttumst framtíðina“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sænsk félagsmálayfirvöld tóku ungabarn af íslenskri konu – Áður dæmd á íslandi fyrir að beita fimm önnur börn sín ofbeldi

Sænsk félagsmálayfirvöld tóku ungabarn af íslenskri konu – Áður dæmd á íslandi fyrir að beita fimm önnur börn sín ofbeldi