fbpx
Fimmtudagur 04.júní 2020
Fréttir

Bjarki borinn til hinstu hvílu í dag: „Hver dagur er sigur“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 12. júlí 2019 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarki Már Sigvaldason verður borinn til grafar á eftir klukkan 11 frá Hallgrímskirkju. Bjarki lést fimmtudaginn 27. júní á líknardeild Landspítalans eftir 7 ára baráttu við krabbamein. Hann lætur eftir sig eiginkonu og unga dóttur.

Bjarki lést, langt fyrir aldur fram, aðstandendur minnast hans sem einstaks baráttumanns, sem aldrei gafst upp í fallegum minningarorðum sem deilt hefur verið á Facebook, eða í Morgunblaðinu.

„Elsku ástin mín, mér fallast einfaldlega hendur þegar ég sest niður og þarf að fara að skrifa minningargrein um þig. Ég bara sé ekkert út fyrir tárum,“ skrifar Ástrós Rut Sigurðsdóttir í minningargrein í Morgunblaðinu. „Takk fyrir að hafa komið inn í líf mitt þegar ég var 16 ára gömul, ég varð ástfangin við fyrstu sýn og er það enn í dag. Takk fyrir að ferðast með mér um heiminn, giftast mér, og eignast besta barn í heimi með mér sem mun bera öll góðu genin þín um ókomna tíð […]Þú ert besti maður sem ég hef kynnst, svo klár, góðhjartaður og með fallega og skýra hugsun. Þessi dásamlegu fótboltalæri munu ávallt lifa með mér, þí varst einfaldlega toppurinn á tilverunni minni“

Foreldrar Bjarna, Sigvaldi Einarsson og Guðlaug Birgisdóttur kvöddu son sinn í hjartnæmri færslu á Facebook:

„Okkar ástkæri og yndislegi einkasonur Bjarki Már Sigvaldason lagði skó lífsins á hilluna í fyrradag eftir sjö ára baráttu við íllvígan andstæðing. Með baráttu, vilja og von að vopni gerði hann sitt besta en stundum er það bara ekki nóg og leikurinn tapaðist. Hann gekk af vellinum auðmjúkur og hvíldinni feginn. Á þessum sjö árum kenndi hann okkur margt…að gefast aldrei upp..að kenna ekki öðrum um…og síðast en ekki síst að lifa og njóta eins og hægt var. Hann gerði meira á þessum sjö árum en margur á mun lengri ævi…giftist sálufélaga sínum Ástrós Rut Sigurðardóttir (þgf) eignaðist með henni yndislega stelpu Emmu Rut…ferðaðist um fjarlæga heima og reyndi að njóta og lifa svo eftir var tekið. Hann er fyrirmyndin okkar og gerði fólk betra sem umgengst hann. Hans verður sárt saknað en hann lifir áfram í gegnum dóttur sína og er það mikil blessun….Takk öll fyrir stuðninginn öll þessi ár og kærar þakkir fyrir fallegar kveðjur sem okkur Guðlaug Birgisdóttir (þgf) hafa borist….ást og friður.“

Bjarki tók þátt í starfi Krafts, félags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, og minnist félagið hans af mikilli hlýju.

„Af og til verða á vegi okkar einstaklingar sem standa upp úr og eru eftirminnilegri en aðrir. Einstaklingar sem marka djúp spor í tilveru okkar og breyta okkur til frambúðar. Bjarki Már Sigvaldason var einn þeirra. Það er eftirminnilegt að fyrir þremur árum tók Bjarki þátt í vitundarvakningu með Krafti þar sem hans slagorð voru „Hver dagur er sigur“ og sýndi hann það svo sannarlega.

Í minningu hans hefur verið stofnaður minningarsjóður Krafts sem styrkir aðstandendur til að standa straum af útfararkostnaði þegar félagsmaður fellur frá vegna krabbameins eða afleiðingum þess. Við færum fjölskyldu hans og vinum okkar innilegustu samúðarkveðjur  Við getum öll heiðrað minningu Bjarka með því með að halda á lofti þeim gildum sem voru honum svo kær að „lífið er núna”.“

Þuríður Hrund Hjartardóttir, starfaði með Bjarka hjá Icepharma, þar sem hann var sölumaður með drauma um að vinna fyrir NIKE.

„Ég minnist þessa einstaka drengs á þessum sorgardegi með hlýju, gleði og þakklæti því það er í anda okkar elskulega Bjarka.

Elsku Bjarki, hvar sem þú ert, þú snertir líf okkar allra, kenndir okkur að gleðjast yfir litlu hlutunum, vera þakklát og að njóta lífsins lifandi og „Just do it”.”

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Alblóðugur maður handtekinn í Hlíðahverfi – „Maðurinn er veikur, þetta er bara harmleikur“

Alblóðugur maður handtekinn í Hlíðahverfi – „Maðurinn er veikur, þetta er bara harmleikur“
Fréttir
Í gær

Aukinn áhugi á kennaranámi eftir COVID-19

Aukinn áhugi á kennaranámi eftir COVID-19
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alvarlegt brot RÚV á lögum – Þættir um ofbeldi, kynlíf og eiturlyf aðgengilegir börnum

Alvarlegt brot RÚV á lögum – Þættir um ofbeldi, kynlíf og eiturlyf aðgengilegir börnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lést í Sundhöll Selfoss í dag

Lést í Sundhöll Selfoss í dag
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögregluþjónar frelsissviptir í Hafnarfirði – Tveir handteknir vegna málsins

Lögregluþjónar frelsissviptir í Hafnarfirði – Tveir handteknir vegna málsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig lýsir rasisma í Bandaríkjunum – „Ég fór að grenja og ég öskraði á sjónvarpið: Ég drep ykkur“

Sólveig lýsir rasisma í Bandaríkjunum – „Ég fór að grenja og ég öskraði á sjónvarpið: Ég drep ykkur“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sif kemur Frosta til varnar – „Ekki er allt sem sýnist“

Sif kemur Frosta til varnar – „Ekki er allt sem sýnist“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Mjög mikið að gera hjá lögreglunni

Mjög mikið að gera hjá lögreglunni