fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Starfsfólki hótað vegna færslu um aflífun hunda: „Þær hótanir verða tilkynntar til lögreglu“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 10. júlí 2019 16:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsfólki sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshreppur hefur verið hótað í dag vegna mjög umdeildar færslu. DV greindi frá færslunni í morgun en í henni hótaði sveitarstjórinn í Grímsnesi, Ingibjörg Harðardóttir, að aflífa tvo hunda í óskilum. Samkvæmt stöðufærslunni átti að aflífa hundanna  tvo á mánudaginn.

Í nýrri færslu frá sveitarfélaginu er fullyrt að hótanir í garð starfsmanna verði kærðar til lögreglu. Það fylgir sögunni að eigendur hundanna sé fundnir. „Í morgun birtist færsla á facebook síðu sveitarfélagsins þar sem verið var að leita að eiganda/eigendum tveggja hunda sem handsamaðir voru í sumarhúsahverfi í sveitarfélaginu eftir ítrekaðar kvartanir um lausagöngu. Vill sveitarstjóri árétta að lausaganga hunda er bönnuð í sveitarfélaginu og var það staðfest síðast með samþykkt 60/2012 um hundahald í Grímsnes- og Grafningshreppi þann 13. janúar 2012. Yfirvöldum sveitarfélagsins ber að auglýsa handsömun á hundum líkt og var gert og var því ekkert athugavert við það þar sem verið var að framfylgja áðurnefndri samþykkt,“ segir í færslunni.

Orðalag fyrri færslu er harmað. „Færslan vakti talsverða athygli og fékk mikla umfjöllun. Hún varð til þess að eigendur hafa fundist og samkvæmt okkar upplýsingum verður þeirra vitjað fyrir þann tíma sem gefinn var upp. Því miður varð að fjarlægja áðurnefnda færslu vegna hótana í garð starfsfólks sveitarfélagsins og annarra og munu þær hótanir verða tilkynntar til lögreglu. Það má vissulega deila um orðalag bæði í færslunni og í tilgreindum samþykktum um hundahald og verður hvort tveggja skoðað í kjölfar þessa máls. Við þökkum allar þær ábendingar sem við fengum um orðalag og önnur úrræði sem beita má þegar upp koma svipuð mál,“ segir á Facebook-síðu Grímsnes- og Grafningshrepps.

https://www.facebook.com/grimsnesoggrafningshreppur/posts/10157689644519009?__xts__%5B0%5D=68.ARB1lQjAuBNrNz5H-nDttFessP8_km3yTgjNbllz3aa-92UhPrDW4v37tJ8lx27arim9eNhO9I7CB80JMQHWCQ9KvgkEEWph0xT37SyO83CLlsvK8bSDPjgDO6PvMmsHWt4Wu7pnkWzjHWJ6Lq67ZHxOmw_3qubsDX325q33qFKk3LeyXgJmiskcyzBzdgjbfU0aIKEGYIfZLxuYtV8RHA0RZPUASd-HSurJP87_3w7NIrSpcbaP4cS96HQyq6Kv5Wxuf68fw310MjeBUexOrrQCKiBXWjBEBHiJGPQkD1CPhRxynoY0Z65Bua3C6wA43IOrH2pE24BKI5qf&__tn__=-R

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum
Fréttir
Í gær

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun