fbpx
Laugardagur 20.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Hildur Lillendahl sleppur líklega við að borga miskabæturnar – Söfnuðu milljónum á örskömmum tíma

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 10. júlí 2019 16:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýstofnaður Málfrelsissjóður hefur nú á örskömmum tíma tekist að safna 20.000 evrum, sem jafngildir næstum því þremur milljónum króna.

Fjallað var um Málfrelsissjóðinn í síðasta tölublaði DV. Þar kom fram að sjóðurinn væri stofnaður af þeim Önnu Lottu Michaelsdóttur, Elísabetu Úr Atladóttur, Helgu Þórey Jónsdóttur og Sóleyju Tómasdóttur.

Ástæðuna fyrir stofnun sjóðsins má rekja til dóms sem Hildur Lilliendahl Viggósdóttir og Oddný Aradóttir fengu á sig í meiðyrðamáli fyrr í sumar. Málið var afar umdeilt og margir ósáttir með niðurstöðu þess, sem var meðal annars til þess að sjóðurinn var stofnaður.

Upphæðin sem Málfrelsissjóðurinn hefur nú safnað talsvert er talsvert hærri en upphæðin sem Hildur og Oddný þurftu að borga og því ætti að vera nægur peningur til að setja í önnur verkefni.

Á Facebook-síðu Málfrelsissjóðsins er fjallað um málið, en þar fólk hvatt til að halda áfram að leggja málefninu lið.

„Umræðan um hvernig meiðyrðamálum er beitt gegn málfrelsi á Íslandi hefur stigmagnast á stuttum tíma og við munum ekki láta hér við sitja. Vitneskja um fjárhagslega aðstoð og áþreifanlegan stuðning ykkar sem hafa styrkt sjóðinn tvíefla þolendur í að rjúfa þögnina,“ segir á Facebook-síðunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

True stelur senunni
Fréttir
Í gær

Hallgrímur vill veita öllum hælisleitendum dvalarleyfi strax í dag – „Er til nokkuð betra svar við fasismanum sem nú rís?“

Hallgrímur vill veita öllum hælisleitendum dvalarleyfi strax í dag – „Er til nokkuð betra svar við fasismanum sem nú rís?“
Fréttir
Í gær

Heiða taldi sig hafa nappað barnaníðing við Drekavog – Ekki var allt sem sýndist

Heiða taldi sig hafa nappað barnaníðing við Drekavog – Ekki var allt sem sýndist
Fréttir
Í gær

Úr boltanum í Biskupsstofu

Úr boltanum í Biskupsstofu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hringbraut stendur við frétt sína um gjafamiða á Secret Solstice og birtir upptöku – Hvers vegna þurfti borgarstjóri þrjá miða?

Hringbraut stendur við frétt sína um gjafamiða á Secret Solstice og birtir upptöku – Hvers vegna þurfti borgarstjóri þrjá miða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælendur sögðu Stöð 2 hafa pantað mótmælin: „Báðu okkur um að trufla aftur svo þau geti tekið það upp“ – Misskilningur segir fréttastjóri

Mótmælendur sögðu Stöð 2 hafa pantað mótmælin: „Báðu okkur um að trufla aftur svo þau geti tekið það upp“ – Misskilningur segir fréttastjóri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni Sigfússon minnist bróður síns: „Reiðarslag því ekkert benti til svo skjótra endaloka“

Árni Sigfússon minnist bróður síns: „Reiðarslag því ekkert benti til svo skjótra endaloka“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilja láta stórskulduga sitja sektir af sér – Sáralítið innheimtist af hæstu sektunum

Vilja láta stórskulduga sitja sektir af sér – Sáralítið innheimtist af hæstu sektunum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu