fbpx
Laugardagur 20.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

„Ef tillaga Íslendinga verður samþykkt þýðir það að allir sem unnu að henni fái bónusgreiðslur og það frá sjálfum eiturlyfjahringjunum“

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 10. júlí 2019 11:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á morgun munu Sameinuðu þjóðirnar greiða atkvæði um tillögu Íslands varðandi það hvort rannsaka eigi stöðu mannréttinda á Filippseyjum. Tillagan varðar stríðið gegn fíkniefnum sem stjórnvöld á Filippseyjum standa í.

Stjórnvöld á Filippseyjum hafa sætt harðri gagnrýni fyrir þetta stríð sitt, en talið er að mannréttindi séu brotin á degi hverjum. Lögreglan þar í landi hefur meðal annars verið ásökuð um að drepa þúsundir manna.

Utanríkisráðherra Filippseyja, Teddy Locsin Jr. var ansi harðorður í garð Íslendinga í yfirlýsingu sem hann birti á Twitter í gær.

„Ef tillaga Íslendinga verður samþykkt þýðir það að allir sem unnu að henni fái bónusgreiðslur og það frá sjálfum eiturlyfjahringjunum.“

Teddy Locsin Jr. er stuðningsmaður forsetans Rodrigo Duterte, en það er hann sem stendur fyrir stríðinu gegn fíkniefnum. Báðir eru þeir afar umdeildir.

Á dögunum gengu fulltrúar Filippseyja af fundi þar sem tillaga Íslands var rædd óformlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndir frá ótrúlegum fjöldaárekstri í morgun

Myndir frá ótrúlegum fjöldaárekstri í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín segir Sjálfstæðisflokkinn eins og mafíuna á Ítalíu nema þeir drepa ekki – „Þá hringdi Davíð meðal annars í mig“

Katrín segir Sjálfstæðisflokkinn eins og mafíuna á Ítalíu nema þeir drepa ekki – „Þá hringdi Davíð meðal annars í mig“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælendur sögðu Stöð 2 hafa pantað mótmælin: „Báðu okkur um að trufla aftur svo þau geti tekið það upp“ – Misskilningur segir fréttastjóri

Mótmælendur sögðu Stöð 2 hafa pantað mótmælin: „Báðu okkur um að trufla aftur svo þau geti tekið það upp“ – Misskilningur segir fréttastjóri
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Árni Sigfússon minnist bróður síns: „Reiðarslag því ekkert benti til svo skjótra endaloka“

Árni Sigfússon minnist bróður síns: „Reiðarslag því ekkert benti til svo skjótra endaloka“