fbpx
Fimmtudagur 20.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Tveir menn í sjálfheldu í Ísafjarðardjúpi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 9. júní 2019 08:40

Björgunarsveit að störfum. Myndin tengist ekki frétt beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rétt fyrir miðnætti í gær voru björgunarsveitir við Ísafjarðardjúpi kallaðar út vegna tveggja manna í sjálfheldu. Mennirnir voru í fjallgöngu og komust í sjálfheldu í Kirkjubólshlíð austan megin í Skutulsfirði, nánar tiltekið í Naustahvilft. Þó nokkurn tíma tók að staðsetja mennina sem höfðu orðið viðskila og voru í um það bil 700 metra hæð yfir sjávarmáli í miklu brattlendi. Þrír hópar björgunarsveitafólks lögðu af stað gangandi upp fjallið. Aðstæður í fjallinu voru þannig að þar var snjór og klaki og erfitt að komast að þeim.

 Um tveimur tímum eftir að tilkynning barst komust björgunarsveitarmenn að öðrum manninum, komu honum til hjálpar niður fyrir kletta og úr sjálfheldu. Ekki sást til hins mannsins en hann var þó í kallfæri og heyrði í björgunarsveitamönnunum.

 Klukkan þrjú í nótt hafði tekist að staðsetja hinn manninn sem var staddur töluvert ofarlega í gilinu þar sem erfitt var að komast til hans og engin augljós leið til að koma honum á öruggan hátt niður úr fjallinu. Var þá óskað eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar ásamt því að skoðaðir voru möguleikar á að komast að honum ofan frá með því að fara upp fjallið hinum megin. Maðurinn sem fyrr í nótt hafði verið bjargað úr sjálfheldu neðar í Naustahvilftinni, var þá á leiðinni niður fjallið af sjálfsdáðum.

Uppfært:

Búið er að bjarga báðum mönnunum

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kennari liggur undir þungu ámæli vegna skrifa um nemendur: Segir íslenska grunnskólanemendur beita ofbeldi og fölskum ásökunum

Kennari liggur undir þungu ámæli vegna skrifa um nemendur: Segir íslenska grunnskólanemendur beita ofbeldi og fölskum ásökunum
Fréttir
Í gær

Hátíðaropnun Elliðaánna í fyrramálið

Hátíðaropnun Elliðaánna í fyrramálið
Fréttir
Í gær

Ung hjón unnu rúmar 30 milljónir um helgina: „Þau ætla að byrja á að fagna útskrift“

Ung hjón unnu rúmar 30 milljónir um helgina: „Þau ætla að byrja á að fagna útskrift“
Fréttir
Í gær

Sonur hans tók 100 smálán á einu ári: Sjáðu hvað fyrirtækin heimtuðu í vexti

Sonur hans tók 100 smálán á einu ári: Sjáðu hvað fyrirtækin heimtuðu í vexti
Fréttir
Í gær

Lentu á Keflavíkurflugvelli með veikt kornabarn

Lentu á Keflavíkurflugvelli með veikt kornabarn
Fréttir
Í gær

Orkupakkaandstæðingar æfir yfir stöðufærslu: „Guðlaugur Þór er drullusokkur“

Orkupakkaandstæðingar æfir yfir stöðufærslu: „Guðlaugur Þór er drullusokkur“
Fréttir
Í gær

Gróðureldar geta breiðst út í Reykjavík og skapað mikla hættu

Gróðureldar geta breiðst út í Reykjavík og skapað mikla hættu
Fréttir
Í gær

Lúsmýið komið til að vera og herjar líka á höfuðborgarsvæðið

Lúsmýið komið til að vera og herjar líka á höfuðborgarsvæðið