fbpx
Miðvikudagur 21.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Diamond Beach rokkar

Tekjublað 2019  Sjá allt

Fréttir

Tveir menn í sjálfheldu í Ísafjarðardjúpi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 9. júní 2019 08:40

Björgunarsveit að störfum. Myndin tengist ekki frétt beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rétt fyrir miðnætti í gær voru björgunarsveitir við Ísafjarðardjúpi kallaðar út vegna tveggja manna í sjálfheldu. Mennirnir voru í fjallgöngu og komust í sjálfheldu í Kirkjubólshlíð austan megin í Skutulsfirði, nánar tiltekið í Naustahvilft. Þó nokkurn tíma tók að staðsetja mennina sem höfðu orðið viðskila og voru í um það bil 700 metra hæð yfir sjávarmáli í miklu brattlendi. Þrír hópar björgunarsveitafólks lögðu af stað gangandi upp fjallið. Aðstæður í fjallinu voru þannig að þar var snjór og klaki og erfitt að komast að þeim.

 Um tveimur tímum eftir að tilkynning barst komust björgunarsveitarmenn að öðrum manninum, komu honum til hjálpar niður fyrir kletta og úr sjálfheldu. Ekki sást til hins mannsins en hann var þó í kallfæri og heyrði í björgunarsveitamönnunum.

 Klukkan þrjú í nótt hafði tekist að staðsetja hinn manninn sem var staddur töluvert ofarlega í gilinu þar sem erfitt var að komast til hans og engin augljós leið til að koma honum á öruggan hátt niður úr fjallinu. Var þá óskað eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar ásamt því að skoðaðir voru möguleikar á að komast að honum ofan frá með því að fara upp fjallið hinum megin. Maðurinn sem fyrr í nótt hafði verið bjargað úr sjálfheldu neðar í Naustahvilftinni, var þá á leiðinni niður fjallið af sjálfsdáðum.

Uppfært:

Búið er að bjarga báðum mönnunum

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Ólafur Ragnar og Dorrit á mynd með vinkonum Jeffrey Epstein

Ólafur Ragnar og Dorrit á mynd með vinkonum Jeffrey Epstein
Fréttir
Í gær

Stórundarlegt slys á Grandanum: „Fór eins og torfærubíll yfir kyrrstæðan bíl“ – Sjáðu myndirnar

Stórundarlegt slys á Grandanum: „Fór eins og torfærubíll yfir kyrrstæðan bíl“ – Sjáðu myndirnar
Fréttir
Í gær

Tekjublaðið kemur út á miðvikudag – Allt um tekjur Íslendinga – Róbert Wessman og Kári Stefáns tróna á toppnum

Tekjublaðið kemur út á miðvikudag – Allt um tekjur Íslendinga – Róbert Wessman og Kári Stefáns tróna á toppnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leit í Þingvallavatni: Hefja aðra leit með kafbáti á fimmtudag

Leit í Þingvallavatni: Hefja aðra leit með kafbáti á fimmtudag
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Jón Viðar fordæmir orðið „þungunarrof“ – „Þetta er alveg svakalega ógeðfellt og fyrirlitlegt innlegg“

Jón Viðar fordæmir orðið „þungunarrof“ – „Þetta er alveg svakalega ógeðfellt og fyrirlitlegt innlegg“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Margrét reiddist heiftarlega við prestana – „Ég varð svo reið að ég þurfti að halda mér á köflum“

Margrét reiddist heiftarlega við prestana – „Ég varð svo reið að ég þurfti að halda mér á köflum“