fbpx
Föstudagur 18.október 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Eplin falla við eikurnar

Fréttir

Hrottalegt dráp á kettlingi í Borgarnesi – Hver er þarna að verki? „Kettlingurinn var besti vinur drengsins“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 8. júní 2019 12:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sparkað var í sjö mánaða gamlan kettling, gæludýr í eigu 12 ára drengs, í Borgarnesi á föstudag. Kettlingurinn er dauður en það er mat dýralæknis í bænum að dauði hans sé af mannavöldum og hafi hann verið drepinn með sparki. Málið vekur óhug í Borgarnesi en ekki er vitað hver hér var að verki.

DV hafði samband við Sigurkarl Gústavsson, eiganda kettlingsins, en dýrið var orðið besti vinur 12 ára sonar Sigurkarls:

„Sonur minn átti þennan kettling. Við tókum eftir einkennilegu háttalagi hjá kettlingnum í gærkvöld, þá liggur hann eins og hálfdauður hjá okkur. Ég fer með hann til dýralæknis hérna í Borgarnesi. Hún segir að hugsanlega sé fallið lunga hjá honum. Við brunum með hann suður í röntgenmyndatöku. Þar komu ekki í ljós nein beinbrot en lunga var þanið og reynt var að tappa vökva og lofti af lunganu og dýrinu gefið róandi lyf. En þá fer hann í eitthvert sturlunarástand og hafði verið að kafna meira og minna allt kvöldið. Lungað fullt af blóði. Samkvæmt dýralækninum í bænum eru allar líkur að þetta hafi verið spark.“

Að sögn Sigurkarls var kettlingurinn mjög sprækur áður en þetta gerðist, eins og kettlinga er siður:

„Það eru um tvær vikur síðan hann fór í geldingu og fékk þá fulla heilsufarsskoðun.“

Sigurkarl segir að málið sé hræðilegt og nú stendur hann frammi fyrir því verkefni að hugga son sinn sem tekur þetta eðlilega mjög nærri sér.

„Kettlingurinn var besti vinur drengsins. Drengurinn passaði upp á hann þegar ég var í vinnunni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Ísland komið á gráan lista um peningaþvætti – Í félagsskap með Mongólíu og Simbabve

Ísland komið á gráan lista um peningaþvætti – Í félagsskap með Mongólíu og Simbabve
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Linda P. í leigustríði: Seldi húsið rétt fyrir gjaldþrot en leigir það samt út – Leigjandi telur sig svikinn

Linda P. í leigustríði: Seldi húsið rétt fyrir gjaldþrot en leigir það samt út – Leigjandi telur sig svikinn
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Guðni pirraður: „Hátt í tvær klukkustundir úr Ártúnsbrekku niður í Vatnsmýri“

Guðni pirraður: „Hátt í tvær klukkustundir úr Ártúnsbrekku niður í Vatnsmýri“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Móðir Starkaðar svarar Guðmundi – Alvarlegt að saka fólk um falsskrif og veitast að barni

Móðir Starkaðar svarar Guðmundi – Alvarlegt að saka fólk um falsskrif og veitast að barni
Fréttir
Í gær

Brennheitt vatn steymir upp úr hitaveituholu hjá golfvellinum í Grafarvogi

Brennheitt vatn steymir upp úr hitaveituholu hjá golfvellinum í Grafarvogi
Fréttir
Í gær

Faðir þolanda nauðgunar lofsamar grein Áslaugar Örnu – Sakar Hildi og Sóleyju um orðhengilshátt

Faðir þolanda nauðgunar lofsamar grein Áslaugar Örnu – Sakar Hildi og Sóleyju um orðhengilshátt
Fréttir
Í gær

Hval rak á land í Grindavík

Hval rak á land í Grindavík