fbpx
Miðvikudagur 26.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Hrottalegt dráp á kettlingi í Borgarnesi – Hver er þarna að verki? „Kettlingurinn var besti vinur drengsins“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 8. júní 2019 12:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sparkað var í sjö mánaða gamlan kettling, gæludýr í eigu 12 ára drengs, í Borgarnesi á föstudag. Kettlingurinn er dauður en það er mat dýralæknis í bænum að dauði hans sé af mannavöldum og hafi hann verið drepinn með sparki. Málið vekur óhug í Borgarnesi en ekki er vitað hver hér var að verki.

DV hafði samband við Sigurkarl Gústavsson, eiganda kettlingsins, en dýrið var orðið besti vinur 12 ára sonar Sigurkarls:

„Sonur minn átti þennan kettling. Við tókum eftir einkennilegu háttalagi hjá kettlingnum í gærkvöld, þá liggur hann eins og hálfdauður hjá okkur. Ég fer með hann til dýralæknis hérna í Borgarnesi. Hún segir að hugsanlega sé fallið lunga hjá honum. Við brunum með hann suður í röntgenmyndatöku. Þar komu ekki í ljós nein beinbrot en lunga var þanið og reynt var að tappa vökva og lofti af lunganu og dýrinu gefið róandi lyf. En þá fer hann í eitthvert sturlunarástand og hafði verið að kafna meira og minna allt kvöldið. Lungað fullt af blóði. Samkvæmt dýralækninum í bænum eru allar líkur að þetta hafi verið spark.“

Að sögn Sigurkarls var kettlingurinn mjög sprækur áður en þetta gerðist, eins og kettlinga er siður:

„Það eru um tvær vikur síðan hann fór í geldingu og fékk þá fulla heilsufarsskoðun.“

Sigurkarl segir að málið sé hræðilegt og nú stendur hann frammi fyrir því verkefni að hugga son sinn sem tekur þetta eðlilega mjög nærri sér.

„Kettlingurinn var besti vinur drengsins. Drengurinn passaði upp á hann þegar ég var í vinnunni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Segir Dag leyna svartri skýrslu um grunnskóla borgarinnar – Börn glíma við höfuðverk, ógleði, slappleika og grátköst

Segir Dag leyna svartri skýrslu um grunnskóla borgarinnar – Börn glíma við höfuðverk, ógleði, slappleika og grátköst
Fréttir
Í gær

Tölvutek óskar eftir gjaldþrotaskiptum – 40 missa vinnuna: „Mikill missir er að hverjum og einum starfsmanni“

Tölvutek óskar eftir gjaldþrotaskiptum – 40 missa vinnuna: „Mikill missir er að hverjum og einum starfsmanni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hékk á brjóstum konu á sjómannadaginn: „Brjóst eru líkamshlutar sem mjög eru tengd kynlífi“

Hékk á brjóstum konu á sjómannadaginn: „Brjóst eru líkamshlutar sem mjög eru tengd kynlífi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferðamenn upplifðu skelfingu í Reykjavík: Hurðinni sparkað upp og öllu stolið – Bílaleigubíllinn fannst bensínlaus

Ferðamenn upplifðu skelfingu í Reykjavík: Hurðinni sparkað upp og öllu stolið – Bílaleigubíllinn fannst bensínlaus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tölvutek lokar eftir 12 ár í rekstri

Tölvutek lokar eftir 12 ár í rekstri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðrún: Skóladagur unglinga ætti að byrja klukkan 10 eða 11 – Verða seinna syfjaðir en fullorðnir

Guðrún: Skóladagur unglinga ætti að byrja klukkan 10 eða 11 – Verða seinna syfjaðir en fullorðnir