fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Bæjarins beztu til Akureyrar: Nákvæmlega eins pylsuvagn og í Reykjavík

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 8. júní 2019 10:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pylsuvagninn Bæjarins beztu, við Tryggvagötu, hefur lengi verið eitt af kennileitum Reykjavíkur. Í þessum skrifuðum orðum er hins vegar verið að standsetja slíkan vagn í miðbæ Akureyrar og hefja Bæjarins beztu sölu á pylsum fyrir Akureyringa kl. 13 í dag.

„Bæjarins beztu eru í samstarfi við Barða Jónsson sem er borinn og barnfæddur Akureyringur. Hann mun sjá um rekstur Bæjarins beztu á Akureyri. Við smíðuðum vagn sem er eins og sá sem er í Tryggvagötu,“ segir Guðrún Kristmundsdóttir, eigandi Bæjarins beztu. Vagninn var fluttur til Akureyrar á fimmtudagsnóttina.

Nýi staðurinn. Hér rísa Bæjarins beztu á Akureyri

Guðrún segir að upphafsár Bæjarins beztu sé ekki á hreinu en fyrirtækið hefur verið í eigu fjölskyldu hennar frá árinu 1937.   „Við munum hafa sama háttinn á og í Reykjavík, þ.e. pylsan verður ekki með rauðkáli og allt sama hráefni og notað er í Reykjavík verður hjá Bæjarins beztu á Akureyri líka.“

En er Guðrún bjartsýn á að Akureyringar taki opnum örmum fyrirbæri sem er svo rótgróið höfuðborginni og eitt af kennileitum hennar?

„Ég er mjög bjartsýn á það. Núna heitir þetta ekki lengur Akureyrarkaupstaður heldur Akureyrarbær og því finnst mér rakið að þarna sé til pylsusala sem heitir Bæjarins beztu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis