fbpx
Þriðjudagur 27.október 2020
Fréttir

Sonur Guðrúnar lést á götunni – Gagnrýnir seinagang og úrræðaleysi yfirvalda: „Ég á erfitt með að skilja þetta“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 6. júní 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þorbjörn lenti í mótorhjólaslysi árið 1992, hlaut fjórtán opin beinbrot vinstra megin og var ekki hugað líf fyrstu þrjá sólarhringana,“ segir Guðrún Hauksdóttir Schmidt, sem prýðir forsíðu Vikunnar, um slys sem sonur hennar, Þorbjörn Haukur Liljarson, lenti í þegar hann var um tvítugt. Í kjölfar slyssins varð Þorbjörn háður verkjalyfjum.

„Svo var honum haldið sofandi í langan tíma eftir það. Hann skaddaðist á vinstra framheila, en þar er samskiptastöðin staðsett og það breytti honum algjörlega sem manneskju. Í tólf til fjórtán mánuði samfleytt var hann á sterkum verkjalyfjum, líka eftir að hann kom út af spítalanum og fór í endurhæfingu. Svo var köttað á þetta og hann kom heim til okkar þá orðinn háður þessu. Hann átti aldrei í neinum vandræðum með að redda sér þeim. Upp frá þessu byrjaði hann í alvarlegum eiturlyfjum.“

„Hvað er að ráðamönnum þessa lands?“

Þorbjörn lést í Gistiskýlinu á Lindargötu þann 15. október í fyrra, 46 ára að aldri. Þorbjörn var útigangsmaður og leið fjölskyldu hans illa yfir því að vita af honum á götunni. DV hefur sagt frá ævi og andláti Þorbjörns, en Guðrún stofnaði minningarsjóðinn Öruggt skjól í minningu Þorbjörns. Hún hefur sett lóð á vogarskálarnar í baráttu fyrir bættum aðstæðum útigangsmanna og gagnrýnt andvaraleysi borgaryfirvalda.

Forsíða Vikunnar.

„Hvað er að ráðamönnum þessa lands? Það er ekki eins og Reykjavík sé margra milljóna borg? Borgin er lítil og einfalt að hjálpa öllum, ef viljinn er fyrir hendi. Peningarnir eru greinilega til, en pólitíkusar loka augunum fyrir vandanum. Er ekki kominn tími til að þessu blessaða fólki sé sinnt, núna strax. Björgum þessum manneskjum frá götunni,“ sagði Guðrún í viðtali við DV í fyrra.

Guðrún brá á það ráð að bjóða útigangsmönnum í páskamat og vakti sá viðburður mikla athygli. Hún segir í viðtali við Vikuna að maturinn hafi gengið eins og í sögu og að matargestir hafi verið hæstánægðir með framtak Guðrúnar.

„Þeir voru syngjandi glaðir og sögðu mér að ekki væri einu sinni sjónvarp í gistiskýlinu og þeir hefðu því ekkert fyrir stafni. Svo kom þarna heill dagur þar sem þeir voru sóttir í rútu og keyrðir út að borða. Þeir gátu talað saman og notið hátíðarinnar eins og aðrir. Þeir voru svo þakklátir og ánægðir.“

Með fullkomið plan

Þá segist hún vera boðin og búin að koma á fót athvarfi fyrir fólk til að koma þeim aftur út í lífið eftir fangelsisvist í Víðinesi. Hún hefur reynslu af svipuðu starfi í Danmörku, þar sem hún hefur verið búsett. Hún gagnrýnir hins vegar seinagang yfirvalda.

„Ég er með fullkomið plan um hvernig ég get hugsað mér að reka þetta hús. Ég er einnig með fólk sem getur hugsað sér að koma með mér í þetta og hef boðið að minningarsjóðurinn, Öruggt skjól, leggi fé til starfseminnar. Nú eru liðnir margir mánuðir og enn er allt í vinnslu. Ég á erfitt með að skilja þetta.“

Í grein á DV fyrr á þessu ári sagði hún að slík úrræði gætu skipt sköpum fyrir þá sem ekkert eiga.

„Fólkið okkar á götunni á nánast ekkert af þessu. Þau þrá hlýtt heimili, þau þrá faðmlag, þau þrá að geta talað við þá sem þeim þykir vænt um. Þetta fólk er mjög einmana. Við skulum muna að gefa fólkinu á götunni smá tíma þegar pláss er til þess. Það er ómetanlegt fyrir þau og gerir þann dag meira virði en okkur grunar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Útlendingastofnun frábiður sér ásakanir hælisleitenda um slæma meðferð

Útlendingastofnun frábiður sér ásakanir hælisleitenda um slæma meðferð
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Opinbera hræðilegt ástand á Suðurnesjum – Segja að honum hafi verið neitað um mat í þrjá daga – „Við erum að þjást“

Opinbera hræðilegt ástand á Suðurnesjum – Segja að honum hafi verið neitað um mat í þrjá daga – „Við erum að þjást“
Fréttir
Í gær

Þrettán af nítján íbúum smitaðir auk fjögurra starfsmanna

Þrettán af nítján íbúum smitaðir auk fjögurra starfsmanna
Fréttir
Í gær

Þórólfur óttast frekara smit

Þórólfur óttast frekara smit
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ína lýsir stöðunni í Ameríku – „Þetta var alveg ótrúlegt ástand“

Ína lýsir stöðunni í Ameríku – „Þetta var alveg ótrúlegt ástand“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

COVID-19 smit á Vogi – Fann fyrir einkennum eftir skimun

COVID-19 smit á Vogi – Fann fyrir einkennum eftir skimun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fjögur ungmenni flutt á bráðadeild eftir umferðarslys í Kópavogi

Fjögur ungmenni flutt á bráðadeild eftir umferðarslys í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Draugur 2016-klúðurs Demókrata vofir enn yfir kosningunum

Draugur 2016-klúðurs Demókrata vofir enn yfir kosningunum