fbpx
Fimmtudagur 24.júní 2021
Fréttir

Helgi Seljan ósáttur: „Það má svindla“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 4. júní 2019 21:30

Helgi Seljan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Seljan, sjónvarpsmaður til skamms tíma, er afar ósáttur við niðurstöðu Samgöngustofu í máli bílaleigunnar Procar, en afhjúpun sjónvarpsþáttarins Kveiks í vetur leiddi í ljós að Procar hafði árum saman breytti kílómetrastöðu á bílum sínum fyrir sölu. Rannsókn lögreglu á málum Procar er nú komin til héraðssaksóknara og er málið mjög umfangsmikið. Samgöngustofa telur hins vegar að þær úrbætur sem Procar lofar að gera á starfsemi sinni og ætlar ekki að svipta fyrirtækið starfsleyfi.

Helgi segir að þar með sé leyfilegt að svindla. Hann skrifar eftirfarandi færslu um þetta á Facebook-síðu sína:

Það mà svindla. Ef upp um þig kemst lofarðu bara að þú munir gera allt sem í þínu valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að þú gerir það ekki aftur.

Þetta eru skilaboðin.

Og líklegast megum við þakka fyrir að ekki var farið fram á refsingu yfir uppljóstraranum eða fjölmiðillinn sviptur starfsleyfi fyrir að segja frá þessu.

Virðingin fyrir stjórnvöldum er nefnilega ekki öll sótt í klæðaburð og stuttar ræður inni á þingi. Það er líka þetta. Rétt eins og það þegar það virðist nær regla en hitt að yfirvöld eigi í svo miklu basli með einföldustu þjófnaðarbrot, um leið og þau heita fjárdráttur og eða skattsvik, og upphæðirnar fara yfir bílverð, að oftar en ekki er minni refsing í boði fyrir þá sem stela kjötvinnslu en þà sem stela þremur kjötlærum, með nokkurra mánaða millibili.

Og þegar svo yfirmenn sjálfrar lögreglu lögreglunnar þenja loks út brjóstið og sýna vald sitt, eins og Ríkislögreglustjóri gerði vegna bókar og sjónvarpsþáttar, og sagt var frá í fréttum í kvöld; er eins víst að gylltu tölurnar yfir kviðinn fljúgi af um leið; enda kom auðvitað í ljós að þrátt fyrir ægilegt valdsvið sitt og ekki færri en fjögur salatbúnt á húfunni; er gæinn sem hafði yfirumsjón með að koma lögum á stærstu efnahagsbrot þessarar aldar, ekki betur að sér í lögunum en svo að hann hótar mönnum lögsókn fyrir að brjóta lög sem í raun eru ekki til.

Sjá einnig:

Procar sleppur með svindlið og heldur leyfinu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Félagsfræðiprófessor vill leggja niður verðlaunaafhendingar á skólaútskriftum – „Má ekki bara sleppa þessu?“

Félagsfræðiprófessor vill leggja niður verðlaunaafhendingar á skólaútskriftum – „Má ekki bara sleppa þessu?“
Fréttir
Í gær

Brim lagði sjómann í dómsmáli – Píndi sig áfram í vinnunni eftir slys – Fékk rúmar fimm milljónir í uppsagnarfresti

Brim lagði sjómann í dómsmáli – Píndi sig áfram í vinnunni eftir slys – Fékk rúmar fimm milljónir í uppsagnarfresti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Haukur Harðarson söðlar um og kveður íþróttafréttirnar

Haukur Harðarson söðlar um og kveður íþróttafréttirnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hrafn hakkar afsökunarbeiðni Samherja í sig – „Sorrí að þér leið illa, sorrí að þú sökkar svona mikið“

Hrafn hakkar afsökunarbeiðni Samherja í sig – „Sorrí að þér leið illa, sorrí að þú sökkar svona mikið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Karl læknir kærður til lögreglu – „Þeir eru að saka mig um að dreifa eitri“

Guðmundur Karl læknir kærður til lögreglu – „Þeir eru að saka mig um að dreifa eitri“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók við stjórnarformennsku í félagi Sigga Hakkara – „Svo byrjuðu fyrirtækin að hringja og heimta að ég borgaði“

Tók við stjórnarformennsku í félagi Sigga Hakkara – „Svo byrjuðu fyrirtækin að hringja og heimta að ég borgaði“