fbpx
Sunnudagur 29.nóvember 2020
Fréttir

Undarlegt háttalag siðanefndar – „Kannski er það bara eðlilegt að fá 4,6 milljónir króna endurgreiddar á einu ári“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 30. júní 2019 15:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ritstjóri DV veltir fyrir sér niðurstöðu siðanefndar í leiðara helgarinnar.

„Forsætisnefnd Alþingis hefur úrskurðað að niðurstaða siðanefndar þingsins um að þingkona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, hafi gerst brotleg við siðareglur þingmanna standi. Varðar þetta ummæli Þórhildar Sunnu um Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokks, og háar akstursgreiðslur til hans árið 2017. Það var svo sem ekki við öðru að búast að forsætisnefnd kæmist að þessari niðurstöðu þar sem hún var búin að komast að þeirri niðurstöðu í fyrra að ekkert benti til refsiverðrar háttsemi Ásmundar.

Gott og vel. Kannski gerði Ásmundur ekkert af sér. Kannski er það bara eðlilegt að fá 4,6 milljónir króna endurgreiddar á einu ári frá vinnuveitanda sínum vegna aksturskostnaðar. Það eru nú ekki nema 385 þúsund krónur á mánuði, sem er talsverð hærri upphæð en sá sem slefar yfir lágmarkslaun fær á mánuði. Það sem vekur hins vegar spurningar er að það virðist ekki vera sama hver er þegar kemur að siðareglum þingmanna.

Allir þingmenn þurfa að lúta siðareglum þar sem þeir meðal annars skuldbinda sig til að tryggja að það sem hver þingmaður fær endurgreitt fyrir útgjöld sín sé í samræmi við reglurnar. Í reglum þingmanna er til að mynda kveðið á um að þingmaður þurfi að leigja bílaleigubíl keyri hann meira en fimmtán þúsund kílómetra á ári vegna starfs síns. Í siðareglum er það tíundað að þingmenn megi ekki nota aðstöðu sína til að vinna að eigin hagsmunum eða til persónulegs ávinnings fyrir sig eða aðra. Þá er vert að rifja upp að Ásmundur hefur sjálfur sagt að hann vildi ekki leigja bílaleigubíl því honum fyndist það glataðir bílar, að hann hafi rukkað Alþingi vegna aksturskostnaðar í prófkjörsbaráttu og að hann hafi fengið endurgreiðslu frá ríkinu vegna upptöku á þætti á ÍNN, þó að hann hafi síðar dregið úr því síðarnefnda.

En Þórhildur Sunna er ekki dæmd brotleg við siðareglur út af því að hún var að ljúga þegar hún sagði að rökstuddur grunur væri uppi um að Ásmundur hefði dregið sér almannafé. Sannleiksgildi ummælanna er nefnilega aukaatriði í úrskurði siðanefndar. Brot hennar snúa að háttsemi. Samkvæmt úrskurðinum sýndi hún stöðu og störfum Alþingis ekki virðingu og kastaði rýrð á þingið og skaðaði ímynd þess.

Þá stendur eftir sú spurning – Er ekki möguleiki að Ásmundur sjálfur hafi sýnt störfum Alþingis óvirðingu og skaðað ímynd þingsins? Og er ferli siðanefndar ekki gjörsamlega meingallað ef á að taka stök ummæli út fyrir sviga án þess að meta sannleiksgildi þeirra og samhengis þegar téð ummæli voru látin falla? Úrskurðir í eðli sínu eiga að ljúka málum og öllum steinum lyft. Nú standa hins vegar eftir fleiri spurningar en svör.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Engin smit hjá starfsfólki í Kringlunni

Engin smit hjá starfsfólki í Kringlunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Héldu óvænt partý fyrir einstakling í sóttkví – Síðan greindist hann smitaður

Héldu óvænt partý fyrir einstakling í sóttkví – Síðan greindist hann smitaður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórólfur óttast að faraldurinn sé á uppleið aftur – Kemur til greina að fresta tilslökunum

Þórólfur óttast að faraldurinn sé á uppleið aftur – Kemur til greina að fresta tilslökunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

11 smit innanlands – Fjöldi manns í sóttkví fjölgaði mikið

11 smit innanlands – Fjöldi manns í sóttkví fjölgaði mikið