Fimmtudagur 12.desember 2019
Fréttir

Ósnertanlegur ríkislögreglustjóri

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 30. júní 2019 16:30

Haraldur Johannessen. Mynd: Skjáskot af vef RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri hefur verið í eldlínunni síðustu vikur og rekur hvert deilumálið er varðar hann annað. Það virðist ekki vera eitthvað eitt sem lögreglan og borgarar þessa lands eru óánægð með þegar kemur að störfum ríkislögreglustjóra, það er allt.

Allt frá deilum um bílamiðstöð embættisins til móður stúlku sem telur svo stóra vankanta á rannsókn lögreglu á meintu kynferðisofbeldi sem dóttir hennar varð fyrir af starfandi lögreglumanni að hún vill afsögn ríkislögreglustjóra. Þá er eineltismál á borði dómsmálaráðuneytisins tengt embættinu sem og ólga innan sérsveitarinnar.

Það er ekkert nýtt að hitnað hafi undir Haraldi á þessum rúmlega tuttugu árum sem hann hefur starfað sem ríkislögreglustjóri og virðist hann ósnertanlegur í embætti. Trekk í trekk dúkka upp alvarleg mál sem hann svarar ekki fyrir í fjölmiðlum og virðist ekki þurfa að axla neina ábyrgð á. Það er kaldhæðnislegt í ljósi þess að hlutverk hans, í lagalegum skilningi, er að „leiða lögregluna í landinu og standa vörð um öryggi borgaranna“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fyrir 19 klukkutímum

Sandkorn: Svanhildur verður útvarpsstjóri og Bjarni hættir

Sandkorn: Svanhildur verður útvarpsstjóri og Bjarni hættir
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Talsverðar líkur á rafmagnstruflunum í dag – Rafmagnslaust á Dalvík síðan í morgun

Talsverðar líkur á rafmagnstruflunum í dag – Rafmagnslaust á Dalvík síðan í morgun
Fréttir
Í gær

Á höfuðborgarsvæðinu virðist veðrið hafa gert mestan óskunda á Seltjarnarnesi og í Vesturbænum

Á höfuðborgarsvæðinu virðist veðrið hafa gert mestan óskunda á Seltjarnarnesi og í Vesturbænum
Fréttir
Í gær

Hvað gerist á morgun og næstu daga? Áfram óveður eða gengur þetta niður?

Hvað gerist á morgun og næstu daga? Áfram óveður eða gengur þetta niður?