fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Árásir á FB-síðu Bíldseyjarsjómanns: Útlendingar skrifa svívirðingar við fjölskyldumyndirnar og Jason Momoa skammar hann

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 3. júní 2019 00:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn þremenninganna sem skáru sporð af skepnu sem virtist vera Grænlandshákarl og birtu myndband af atvikinu, hefur orðið fyrir skæðadrífu hatursfullra skilaboða frá erlendu fólki, eftir að fréttir af athæfinu tóku að birtast í erlendum fjölmiðlum. Meðal þeirra sem ráðast á hann er leikarinn  Jason Momoa sem lék Aquaman og varð frægur fyrir hlutverk sitt sem eiginmaður Khalesee í Game of Thrones.

Jason Momoa segir að sér þyki leitt að líklega séu sjómennirnir góðir menn og góðir fjölskyldumenn en þeir hafi gert nokkuð sem muni breyta lífi þeirra til frambúðar. Hann segir jafnframt að hlátur mannanna í myndskeiðinu geri hann mjög reiðan. Að það sem þeir hafi gert sé hrein illska.

Þá hefur fólk skrifað subbulegar athugasemdir við fjölskyldumyndir sem sjómnaðurinn birtir á Facebook-síðu sinni, meðal annars við tveggja ára gamla mynd af skírn. Í ummælunum er Halldóri óskað dauða sem og fjölskyldu hans. Þess er óskað að hann missi af sér getnaðarliminn eða útlimi. Einnig er honum óskað misþyrminga í fangelsi.

Sjómaðurinn vill ekki tjá sig um málið við fjölmiðla. Hér að neðan eru dæmi um svívirðingarnar sem  fylla Facebook-síðu hans en varað er við því að orðbragðið er ljótt:

 

 

 

 

 

Sjá einnig:

Sjómennirnir hafa verið reknir

Sjómennirnir á Bíldsey skáru sporð af hákarli

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi