fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Tilraun til manndráps á Akureyri – Lífshættuleg stungusár í andlit og líkama

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 27. júní 2019 09:00

Frá Akureyri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi mann í sex ára fangelsi í gær fyrir tilraun til manndráps. Maðurinn var fundinn sekur um að hafa veitt manni mörg lífshættuleg stungusár í bæði andlit og líkama. Árásin átti sér stað í miðbæ Akureyrar í nóvember í fyrra. Fréttablaðið greinir frá þessu en dómurinn hefur ekki verið birtur.

Maðurinn var dæmdur til að greiða brotaþolanum 1.200.000 í miskabætur og allan sakarkostnað málsins, vel á sjöttu milljón króna.

Ákærði neitaði sök og kvaðst hafa beitt nauðvörn. Í dómsorði segir hins vegar að ekki sé hægt að fallast á það þó að sá sem varð fyrir árásinni hafi ráðist að ákærða að fyrra bragði. Árásarmaðurinn og brotaþolinn eru ekki sammála um hvor hafi átt upptökin. Í dómsorði segir að árásin hafi verið lífshættuleg og valdið brotaþola varanlegun andlitsskaða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala