fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Vilhjálmur: Loforð svikin með sykurskatti – „Líka lýðheilsumál að hér ríki verðstöðugleiki“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 26. júní 2019 09:01

Vilhjálmur Birgisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er ljóst að hugmyndir að stórauknum sykurskatti uppá allt að 20 til 30% rúmast alls ekki innan þess loforð sem ríkisstjórnin gaf verkalýðshreyfingunni samhliða gerð lífkjarasamningsins,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og 1. varaforseti ASÍ.

Vilhjálmur gerir aðgerðaráætlun yfirvalda um að hækka álögur á sykur og sykurríkan mat um allt að tuttugu prósent að umtalsefni í pistli á Facebook-síðu sinni. Eins og greint var frá á mánudag gerði Embætti landlæknis, að beiðni Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, aðgerðaráætlun í 14 liðum sem tekur meðal annars til þess að hækka álögur á sykur og sykurríkan mat um 20 prósent, en lækka álögur á grænmeti og ávexti á móti.

Sagði Svandís þetta vera í samræmi við lýðheilsustefnu ríkisstjórnarinnar og minntist á að staðan á Íslandi væri hvað verst þegar hin Norðurlöndin væru höfð til hliðsjónar.

Vilhjálmur segir að í lífskjarasamningnum hafi stjórnvöld og sveitarfélög gefið loforð um að stuðla að verðstöðugleika með því að lofa að gjaldskrár myndu ekki hækka um meira en 2,5 prósent árið 2020.

„Ég hins vegar geri mér alveg grein fyrir að það er lýðheilsumál að taka á aukinni sykurneyslu en ég tel það ekki vænlegt til árangurs að gera það á forræðishyggjunni einni saman. En það er rétt að geta þess að ég tel það líka vera lýðheilsumál að hér ríki verðstöðugleiki sem leiðir enn frekar til þess að lágtekjufólk nái að framfleyta sér frá mánuði til mánaðar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala