fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Jón Ingi bregst við dómi og fréttaflutningi: „Óvægin og særandi umræða um mig“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 26. júní 2019 20:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Ingi Gíslason, sem var nýlega dæmdur í héraðsdómi í skilorðsbundið fangelsi og háa fjársekt vegna skattsvika, hefur sent frá yfirlýsingu vegna málsins. Fréttir DV af dómnum í dag hafa vakið mikla athygli þar sem Jón Ingi er formaður Kennarafélags Reykjavíkur, sem er stærsta aðildarfélagið innan Félags grunnskólakennara. Einnig er hann starfandi grunnskólakennari. Í yfirlýsingu sinni bendir Jón á að máli hans sé engan veginn lokið enda verði því áfrýjað. Jón Ingi var sakfelldur fyrir að hafa ekki gefið upp fjármagnstekjur upp á rösklega 110 milljónir króna og við það svikið undan skatti rúmlega 11 milljónir. Hatrömm umræða hefur geisað um málið í dag í stórum Facebook-hópi grunnskólakennara. Einn aðili bendir þar á að ótækt sé að maður gegni trúnaðarstörfum fyrir kennara með dóm á bakinu. Félag grunnskólakennara hefur ekki viljað tjá sig um málið í dag við DV.

Skattlagning á tekjum sem aldrei urðu til

Í yfirlýsingu sinni segir Jón Ingi að um hafi verið að ræða ræða skattlagningu á tekjum sem aldrei urðu til í raunveruleikanum. Særandi umræða og Þórðargleði hafi einkennt viðbrögð margra við dómnum en hann bendir á að ekki hafi verið flautað til leiksloka í þessu máli. Síðast en ekki síst bendir Jón Ingi á að dómari sem felldi yfir honum dóminn hafi fyrir ári síðan vísað málatilbúnaði gegn honum frá dómi vegna dóma frá Mannréttindadómstóli Evrópu:

Kæru vinir og félagar.
Ég hef staðið í flóknum málaferlum í tæp 8 ár eins og rifjað hefur verið upp reglulega. Enn er langt í land að þar fáist lokaniðurstaða. Hér á landi eru 2 aðaldómsstig. Héraðsdómur og svo Landsréttur. Í vikunni fékk ég dóm frá sama dómara við Héraðsdóm og hafði fyrir ári síðan vísað málatilbúnaði gegn mér frá dómi vegna dóma frá Mannréttindadómstól Evrópu. Við áfrýjun þessa dóms nú frestst réttaraáhrif dómsins þar til Landsréttur hefur fellt sinn dóm. Því eru efnisatriði dómsins ekki gild núna því málið fer fyrir Landsrétt
Þetta sama mál var jafnframt kært af mér til Mannréttindadómstóls Evrópu í fyrra og bíður þar dóms. Nokkrir dómar í sambærilegum málum og mínu hafa þar fallið sl 2 ár gegn íslenska rikinu. Íslenska ríkið hefur tapað þeim öllum.
Hin endalega niðurstaða þessa máls sem fjallar um tæknilega skattlagningu tekna sem aldrei urðu til í raunveruleikanum er því ekki komin. Óvægin og særandi umræða um mig nú er því miður staðreynd sem ég harma mjög vegna trúnaðarstarfa sem ég sinni af einurð fyrir kennara og fleiri. Þessi málaferli hafa á engan hátt borið skugga á þau störf. Þórðargleðinni sem blásið hefur verið til verður líka að fresta þar til flautað er til leiksloka í mínu máli. Það er eflaust sárt fyrir einhverja en þannig eru leikreglur réttarríkisins.
Ást og friður.

 

Í stuttu samtali við DV bendir Jón Ingi á að Landsréttur er æðra hér á landi en héraðsdómur og þangað sé málum áfrýjað eftir héraðsdóma. Þá þyki honum fáránlegt að draga Kennarafélag Reykjavíkur inn í málið því félagið sé ekki aðili málsins. Jón Ingi bendir einnig á að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi staðfest mannréttindabrot íslenskra dómstóla í sambærilegum málum.

Sjá einnig:

Jón Ingi dæmdur í skilorðsbundið fangelsi og þarf að borga tæplar 20 milljónir í sekt

Skattsvikarinn Jón Ingi er formaður Kennarafélags Reykjavíkur

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Í gær

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“