fbpx
Föstudagur 03.júlí 2020
Fréttir

Helgi segir Ragnar Þór eiga það til að snöggreiðast: „Þegar reiðin sjatnar þarf að hafa hugrekki til að líta í eigin barm“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 26. júní 2019 11:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, á það til að snöggreiðast eins og er háttur margra öflugra og litríkra baráttumanna. Stundum tekst honum þó ekki að beina reiðinni í rétta átt, á réttum tíma, í réttum mæli, fyrir réttar sakir og á réttan máta, svo gripið sé í siðfræði Aristótelesar.“

Þetta segir Helgi Vífill Júlíusson, blaðamaður á Markaðnum, viðskiptablaði Fréttablaðsins, í grein sem hann skrifar í blaðið í dag. Þar gerir hann þá ákvörðun stjórnar VR að afturkalla umboð þeirra sem VR tilnefnir í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Ástæðan var sú að stjórn sjóðsins ákvað að hækka breytilega vexti verðtryggðra sjóðfélagalána. Fóru þeir úr 2,06 prósentum í 2,26 prósent, örfáum dögum eftir að Seðlabankinn lækkaði stýrivexti.

Sitt sýndist hverjum um þetta inngrip Ragnars og VR. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, efaðist um lögmæti þess og sagði málið grafalvarlegt. Sagði hann að Fjármálaeftirlitið hluti að kanna lögmæti inngripa VR.

„Hér er um að ræða bein afskipti stjórnar VR af ákvörðunum stjórnar lífeyrissjóðsins, án þess að því fylgi nokkur ábyrgð af hálfu hinna fyrrnefndu. Ég trúi ekki öðru en að Fjármálaeftirlitið muni kanna lögmæti þessara inngripa VR. Hlutverk lífeyrissjóða er skýrt og einfalt. Að ávaxta þau iðgjöld sem sjóðfélagar greiða til sjóðsins og tryggja þeim hámarkslífeyri á grundvelli þeirra,“ sagði Þorsteinn í pistli sem hann skrifaði um málið.

Helgi Vífill segir að Ragnar Þór hefði átt að axla ábyrgð á framferði sínu.

„Það geta allir látið skapið hlaupa með sig í gönur í hita leiksins. Það er mannlegt. Þegar reiðin sjatnar þarf að hafa hugrekki til að líta í eigin barm. Því miður hefur Ragnar Þór ekki axlað ábyrgð á framferði sínu gagnvart stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Viðurkennt að hann hafi brugðist of harkalega við þegar sjóðurinn hækkaði húsnæðislánavexti á tilteknu láni – því stjórnin gætti hagsmuna sjóðfélaga – og einfaldlega beðist afsökunar á því að hafa róið að því öllum árum að draga til baka umboð fjögurra stjórnarmanna sem VR skipar í sjóðinn.“

Helgi Vífill segir að þarna hafi Ragnar Þór ekki haft hagsmuni sjóðfélaga í fyrirrúmi. Staðreyndin sé sú að ekki megi líta á sjö hundruð milljarða lífeyrissjóð sem vopn í pólitískri stéttabaráttu.

„Hlutverk hans er að greiða launþegum ellilífeyri og þarf hann því að skila ásættanlegri ávöxtun. Flestir gera sér grein fyrir því. Þetta er ekki eilífðar gullkista. Jafnvel þótt íslenska lífeyrissjóðakerfið sé í fremstu röð glímir það við tvenns konar áskoranir. Annars vegar fer vaxtastig lækkandi á heimsvísu. Það verður því æ erfiðara að ná ásættanlegri ávöxtun. Hins vegar er óvíst hve lengi unga fólkið í dag mun lifa en gera má ráð fyrir að margt verði það enn eldra en fyrri kynslóðir. Langlífið krefst hærri lífeyrisgreiðslna.“

Helgi Vífill segir það hættulegt að Ragnar Þór og samstarfsmenn hans geti skipt út hálfri stjórn lífeyrissjóðs þegar þeim hentar.

„Stjórnarmenn eiga einungis að fara eftir eigin samvisku og hafa hagsmuni sjóðfélaga að leiðarljósi. Rétt er að bera ekki fullt trausts til þeirra stjórnarmanna sem VR hefur skipað í LIVE. Þeir sitja einungis í stjórninni svo lengi sem Ragnar Þór og samstarfsmenn eru ánægðir með þeirra störf. Og VR virðist ekki leggja höfuðáherslu á arðsemi. Fulltrúi launþegahreyfingarinnar verður stjórnarformaður LIVE næstu þrjú árin. Hann fékk 340 þúsund krónur á mánuði í laun og stjórnarmenn 170 þúsund krónur árið 2018. Það borgar sig að halda VR-félögum sáttum. Það er því rökrétt að sjóðfélagar LIVE hafi þungar áhyggjur af stöðunni. Byltingin hefur hreiðrað um sig í ellilífeyri þeirra. Það er hættuspil.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ofsaakstur á fjórhjólum og vespum í Kópavogi – „Það gæti orðið banaslys“

Ofsaakstur á fjórhjólum og vespum í Kópavogi – „Það gæti orðið banaslys“
Fréttir
Í gær

Deildi myndbandi af utanvegaakstri og gefur lítið fyrir gagnrýni – „Hættu að vera Karen“

Deildi myndbandi af utanvegaakstri og gefur lítið fyrir gagnrýni – „Hættu að vera Karen“
Fréttir
Í gær

Gleðifréttir af Bíó Paradís

Gleðifréttir af Bíó Paradís
Fréttir
Í gær

Íslensk stúlka sem aldrei hefur neytt vímuefna grunuð um fíkniefnamisferli og boðuð í yfirheyrslu

Íslensk stúlka sem aldrei hefur neytt vímuefna grunuð um fíkniefnamisferli og boðuð í yfirheyrslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Veðurvaktin: Sólarvarnarveður í borginni á morgun

Veðurvaktin: Sólarvarnarveður í borginni á morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rauði krossinn segir upp öllum svæðisfulltrúum og leggur störf þeirra niður

Rauði krossinn segir upp öllum svæðisfulltrúum og leggur störf þeirra niður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Sé ekki mun á því að vera fullur á bar klukkan ellefu eða klukkan tólf“

„Sé ekki mun á því að vera fullur á bar klukkan ellefu eða klukkan tólf“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óhugnanleg ummæli rétt fyrir slysið á Kjalarnesi

Óhugnanleg ummæli rétt fyrir slysið á Kjalarnesi