fbpx
Þriðjudagur 15.október 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Tölvutek óskar eftir gjaldþrotaskiptum – 40 missa vinnuna: „Mikill missir er að hverjum og einum starfsmanni“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 25. júní 2019 09:22

Mynd/ja.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eigendur Tölvutek munu í dag óska eftir því við héraðsdóm að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Tækniverslunin Tölvutek skellti óvænt í lás í gær. Samkvæmt starfsmönnum fyrirtækisins kom ákvörðunin ekki á óvart þar sem þeir hefðu fengið veður af slæmum rekstrarhorfum fyrirtækisins. Nú hafa eigendur verslunarinnar gefið út að fyrirtækið er að fara í þrot.  Samkvæmt fréttatilkynningu tókst ekki að ná samkomulag við viðskiptabanka félagsins um áframhaldandi lánsheimildir.

Tölvutek opnað fyrst fyrir 13 árum síðan. Hjá fyrirtækinu störfuðu um 40 talsins sem allir hafa nú misst vinnuna. Samkvæmt tilkynningu voru laun gerð upp við alla starfsmenn.

„Mikill missir er að hverjum og einum starfsmanni, en sumir þeirra hafa starfað hjá félaginu frá upphafi. […] Reynt hefur verið eftir fremsta megni að lágmarka tjón viðskiptavina af lokun fyrirtækisins, en ljóst að þeir sem eftir sitja verða að gera kröfu í bú þess hjá skiptastjóra.“

Eigendur Tölvuteks þakka viðskiptavinum í tilkynningu fyrir samfylgdina og velvild í þeirra garð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Elías er látinn

Elías er látinn
Fréttir
Í gær

Sjálfboðaliði og eigandi að Skrauthólum í hár saman: „Vond lykt inni í herberginu og seinna fann ég dauða mús undir rúminu mínu“

Sjálfboðaliði og eigandi að Skrauthólum í hár saman: „Vond lykt inni í herberginu og seinna fann ég dauða mús undir rúminu mínu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heimilisleysi á Íslandi – Brýn þörf á úrræðum: „Við erum gleymdir hér og óttumst framtíðina“

Heimilisleysi á Íslandi – Brýn þörf á úrræðum: „Við erum gleymdir hér og óttumst framtíðina“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sænsk félagsmálayfirvöld tóku ungabarn af íslenskri konu – Áður dæmd á íslandi fyrir að beita fimm önnur börn sín ofbeldi

Sænsk félagsmálayfirvöld tóku ungabarn af íslenskri konu – Áður dæmd á íslandi fyrir að beita fimm önnur börn sín ofbeldi