fbpx
Fimmtudagur 17.október 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Vextir af innistæðum barna lækka gífurlega – Allt að 0,6 prósent lækkun á einu ári

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 24. júní 2019 14:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn greindi DV frá því að foreldrar barna með framtíðarreikning hjá Arion banka væru gífurlega ósáttir við lækkun á innlánsvöxtum sparireikninga barna þeirra hjá Arion banka. Þó geta foreldrar barna með reikning hjá öðrum bönkum ekki andað léttar, því Landsbankinn og Íslandsbanki hafa einnig lækkað vexti á framtíðarreikningum barnana.

Sjá einnig: Foreldrar foxillir út í Arion banka: „Þetta er ekkert annað en skandall

Slíkir reikningar eru gjarnan bundnir til 18 ára aldurs barnanna og foreldrar því nauðbeygðir að fylgjast bjargarlausir með vöxtunum lækka, en geta ekkert gert til að tryggja betri ávöxtun fyrir börn sín.

Upplýsingafulltrúi Arion banka greindi frá því í samtali við blaðamann DV að lækkunin ætti sér eðlilegar skýringar, það er vaxtalækkun Seðlabankans. Lækkun vaxta var ein af kröfum verkalýðshreyfingarinnar við gerð lífskjarasamningana. Það hefur þó væntanlega ekki verið krafa þeirra að innlánsvextir lækkuðu að sama bragði, en það skýtur skökku við að boða kjarabót í formi lækkunar útvaxta á sama tíma og ávöxtun Íslendinga á sparifé lækkar um sömu prósentu.

Landsbankinn og Íslandsbanki hafa einnig lækkað vexti á sparireikningum barna með eftirfarandi hætti:

Verðtryggður Framtíðarreikningur hjá Íslandsbanka ber nú 1,6 prósent en bar áður 1,9 prósent. 

Verðtryggður Framtíðargrunnur hjá Landsbankanum ber nú 1,5 prósent vexti, en bar 2,1 prósent fyrir um  hálfu ári síðan. Rétt er þó að taka fram að vextir voru lækkaðir niður í 2% snemma á þessu ári og svo niður í 1,5% 1. júní. 

Í frétt DV á föstudaginn síðastliðinn var talað við móður barns sem á framtíðarreikning hjá Arion banka. Hún lýsti yfir gífurlegum vonbrigðum með lækkunina.

„Ég stofnaði þessa reikningi í góðri trú um að peningar sem börnin mín fá í alls kyns tækifærisgjafir myndu fá góða ávöxtun. Þetta bréf er til skammar. Ég vil að börnin mín fái gott veganesti inn í lífið þegar þau verða fjárráðir einstaklingar og ég er alvarlega að íhuga að loka reikningnum.“

 

Foreldrar foxillir út í Arion banka: „Þetta er ekkert annað en skandall“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Maður keyrði um með kannabis í kaffimáli á Suðurnesjum

Maður keyrði um með kannabis í kaffimáli á Suðurnesjum
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Blaðamaður kallaði Maríu Lilju „tussu“: „Gilda kröfur þínar um mannasiði og kurteisi bara um alla aðra?“

Blaðamaður kallaði Maríu Lilju „tussu“: „Gilda kröfur þínar um mannasiði og kurteisi bara um alla aðra?“