fbpx
Fimmtudagur 17.október 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Mótmæla gagnrýni fyrrverandi landlæknis: „Eins og í leikhúsi fáránleikans“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 24. júní 2019 19:00

Myndir en samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bæklunarlæknarnir Ágúst Kárason og Ragnar Jónsson segja það af og frá að þeir tali fyrir aukinni einkavæðingu í íslenska heilbrigðiskerfinu líkt og Birgir Jakobsson, fyrrverandi landlæknir og aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, hélt fram í grein í Morgunblaðinu á dögunum þar sem hann sakaði þá Ragnar og Ágúst um hálfsannleik og sleggjudóma.

„Við fjöllum almennt um heilbrigðismál, sérstaklega þau atriði sem snúa að okkur sem sérfræðingum í bæklunarskurðlækningum. Staðreyndirnar tala sínu máli um það að breytinga er að vænta hvað varðar einkarekstur sérgreinalækna utan sjúkrahúsa,“ segja Ragnar og Ágúst í grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag.

Birgir hélt því fram að í málflutningi Ragnars og Ágústs væri mælt með aukinni einkavæðingu. Þetta segja þeir vera af og frá. Eins og staðan sé í dag og miðað við framtíðaráform heilbrigðisráðherra muni opinber rekstur sérfræðinga samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands líða undir lok. En þetta muni leiða til einkavæðingar.

Svo í rauninni sé það Birgir sjálfur, sem mæli með einkavæðingunni en ekki þeir Ragnar og Ágúst.

„Það sem við höfum bent á er að við teljum hagkvæmara að núverandi rekstrarformi sé viðhaldið,“ þar vísa þeir til rammasamnings sjálfstætt starfandi sérfræðilækna og Sjúkratrygginga um niðurgreiðslu þjónustu. Sá samningur rann út um áramótin. Ragnar og Ágúst benda á að án þessa samnings þurfi sjúklingar að borga þjónustu sérfræðilækna utan sjúkrahúsanna, alfarið úr eigin vasa. Verði ekki gripið inn í þá stöðu þá fyrst muni heilbrigðiskerfið á Íslandi verða tvöfalt og hin eiginlega einkavæðing eiga sér stað.

Jafnframt benda þeir á að kostnaðarútreikningar hafi sýtn fram á að þjónusta sérfræðinga  utan sjúkrahúsa sé ódýr.

Bæklunarskurðdeild Landsspítalans eigi erfitt með að sinna sínu hlutverki vegna manneklu. Vegna þessa hafi fleiri og fleiri aðgerðir verið framkvæmdar af sérgreinalæknum utan sjúkrahússins. „Þessu ræður ekki fégirnd sérfræðilækna eins og Birgir gefur í skyn heldur mikil þörf á meðferð og skoðunum sem ekki var hægt að sinna á bæklunarskurðdeild LSH.“

Birgir gaf í grein sinni til kynna að sérfræðilæknar skorist undan ábyrgð sökum mistaka og reyni þar með að eiga köku sína og borða hana samtímis.

„Sérgreinalæknar sem starfa eftir samningi SÍ eru skyldugir til að kaupa ábyrgðartryggingu,“ segja þeir Ragnar og Ágúst og benda á að læknar innan sjúkrahúsanna kaupi engar slíkar tryggingar heldur séu bætur vegna mistaka þeirra greiddar af skattborgurum.

Birgir segi í grein sinni að grunnstoðir opinberrar heilbrigðisþjónustu hafi farið halloka fyrir vaxandi einkavæðingu síðustu áratuga. Ragnar og Ágúst geta ekki séð hvar sú einkavæðing er. Þó að umfang einkareksturs hafi aukist feli það ekki í sér einkavæðingu. Einkavæðingin er hins vegar handan við hornið, ef ríkið grípur ekki inn í og tryggir áframhaldandi samning sérfræðilækna utan sjúkrahúsa og Sjúkratrygginga Íslands.

 

 

Sjá einnig:

Sakar bæklunarlækna um sleggjudóma: „Sérgreinalæknar vilja bæði éta kökuna og halda henni óskertri“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Maður keyrði um með kannabis í kaffimáli á Suðurnesjum

Maður keyrði um með kannabis í kaffimáli á Suðurnesjum
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Blaðamaður kallaði Maríu Lilju „tussu“: „Gilda kröfur þínar um mannasiði og kurteisi bara um alla aðra?“

Blaðamaður kallaði Maríu Lilju „tussu“: „Gilda kröfur þínar um mannasiði og kurteisi bara um alla aðra?“