fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Ferðamenn upplifðu skelfingu í Reykjavík: Hurðinni sparkað upp og öllu stolið – Bílaleigubíllinn fannst bensínlaus

Ritstjórn DV
Mánudaginn 24. júní 2019 15:21

Ryan Dillon. Samsett mynd: DV/VOCM

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að kanadíski skemmtikrafturinn Ryan Dillon, kærasta hans og vinir, hafi lent í leiðinlegu atviki í Reykjavík um helgina. Hópurinn var hingað kominn til að sjá Secret Solstice-tónlistarhátíðina og hafði leigt sér íbúð á Airbnb.

Svo virðist vera sem óprúttnir aðilar hafi brotist inn í íbúðina sem hópurinn leigði á föstudagskvöld.

„Þegar við komum aftur eftir hátíðina var búið að sparka upp hurðinni og það var allt farið; fötin okkar, bílaleigubíllinn, fartölva Hönnuh (kærustu hans), myndavélin mín og linsurnar fyrir myndavélina,“ segir hann en auk þess höfðu þjófarnir á brott með sér persónulega muni, dagbók til að mynda.

Ryan, sem er frá St. Johns, hafði aldrei farið út fyrir Norður-Ameríku og því skilur Íslandsferðin ef til vill ekki eftir skemmtilegar minningar.

Kanadískir fjölmiðlar hafa fjallað um málið en sjálfur hefur Ryan tjáð sig um atvikið á Facebook. Þá hefur verið sett af stað söfnun á GoFundMe vegna fjárhagstjóns sem Ryan og fleiri í hópnum urðu fyrir.

„Við erum algjörlega í rúst. Við þurfum alla þessa hluti aftur til að geta haldið áfram með líf okkar og vinnu,“ segir hann og bætir við að lögreglumenn hafi komið og leitað að fingraförum. Það hafi þó sést á andlitum þeirra að það væri lítil von á að hlutirnir fyndust. Ekki kemur fram hvar í borginni umrætt atvik átti sér stað.

Í færslu sem Ryan skrifaði á laugardagskvöld hefur hann eftir lögreglu að líklega hafi verið um fíkla að ræða sem voru í leit að verðmætum. Bílaleigubíllinn hafi fundist bensínlaus á laugardeginum. Þá sagði hann að tryggingar hans og annarra í hópnum myndu ekki ná að dekka tjónið og þá hafi litla aðstoð verið að fá frá kanadíska sendiráðinu. „Sem betur fer erum við með vegabréfin okkar svo við getum að minnsta kosti komist heim. Við erum örugg og það er mikilvægast af öllu.“

Ryan sagðist svo vera þakklátur fyrir þann stuðning og hlýhug sem hann og aðrir hafa fundið fyrir.

Margir hafi boðist til að hjálpa og til marks um það var ekki lengi verið að safna fyrir tilsettri upphæð á söfnunarvefnum GoFundMe. Þegar þetta er skrifað hafa safnast um sex þúsund dollarar en markið var sett á fimm þúsund dali. „Það hafa ótrúlega margir sent okkur skilaboð og boðist til að senda okkur fjármuni,“ segir Ryan sem sló á létta strengi í færslu sem hann skrifaði í gær.

„Það versta við þetta er að þeir stálu minnisbókinni minni en rifu allar blaðsíðurnar sem innihéldu brandara og skildu þær eftir. Þeir vildu allt, nema brandarana mína.“

Í samtali við VOCM í Kanada segir Ryan þó á alvarlegri nótum að þarna hefði mögulega getað farið mun verr. Þannig hafi Hannah, kærasta hans, gælt við þá hugmynd að vera heima meðan Ryan og vinir hans skelltu sér á tónleikana. Hún hafi verið þreytt en á endanum ákveðið að fara með.

Söfnunin á GoFundMe

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“