fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Enga aðstoð að fá frá Fjölskylduhjálp í sumar: „Til þess þyrftum við meira fé“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 24. júní 2019 12:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við höfum einfaldlega ekki tök á að vera með opið fyrir matarúthlutanir í sumar. Til þess þyrftum við meira fé,“ svo er haft eftir Ásgerði Jónu Flosadóttur, formanni Fjölskylduhjálpar Íslands, í Morgunblaðinu í dag.

Nú í sumar mun Fjölskylduhjálp Íslands, í fyrsta sinn í sögu samtakanna, loka fyrir úthlutanir fram til september.

Ásgerður segir að í mánuði veiti samtökin hátt í 900 úthlutanir í mánuði hverjum, en aðstoðin er meðal annars fjármögnuð með framlögum, söfnunum og flóamörkuðum. Það er ekki einungis mataraðstoð sem samtökin veita heldur hafa þau einnig til að mynda aðstoðað skjólstæðinga við lyfjakaup. Ásgerður sagði við Morgunblaðið að í ár hefðu margir spurst fyrir um aðstoð við sumarnámskeið barna, en samtökin hafa ekki veitt slíka aðstoð.

Þeir sem leita til samtaka á borð við Fjölskylduhjálp gera slíkt, að sögn Ásgerðar, ekki að gamni sínu.

Nú eru grunnskólabörn landsins farin í sumarfrí þar til í ágústlok. Tekjulágar fjölskyldur eru því í erfiðri stöðu. Foreldrar hafa takmörkuð tök á því að fara í sumarfrí en einhver verður að gæta barnanna. Hjá sveitarfélögum, íþróttafélögum og fleirum eru ýmis sumarnámskeið í boði. Flest þeirra standa þó aðeins yfir í um viku og geta verið ansi  kostnaðarsöm fyrir foreldra.

Foreldrum sem þurfa aðstoð við matarkaup eða  sumarnámskeið er bent á Hjálparstarf kirkjunnar, en hjá þeim verður opið í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis
Fréttir
Í gær

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Í gær

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk
Fréttir
Í gær

Ítrekaðar ásakanir um dýraníð í Borgarfirði – „Fyrir framan mig var að hann að murka lífið úr einu lambinu“

Ítrekaðar ásakanir um dýraníð í Borgarfirði – „Fyrir framan mig var að hann að murka lífið úr einu lambinu“
Fréttir
Í gær

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna
FréttirPressan
Í gær

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heilt íþróttafélag snerist gegn 12 ára dreng sem sakaði Dalslaugarníðinginn um kynferðisbrot – „Ég vissi að perrinn næðist, gæti ekki hætt“

Heilt íþróttafélag snerist gegn 12 ára dreng sem sakaði Dalslaugarníðinginn um kynferðisbrot – „Ég vissi að perrinn næðist, gæti ekki hætt“