fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Atli Magnússon borinn til grafar í dag: Jón Ársæll – „Betri kennara hefði ég ekki getað kosið“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 24. júní 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atli Magnússon, blaðamaður, rithöfundur og þýðandi, verður borinn til grafar frá Neskirkju klukkan 13:00 í dag.  Þetta kemur fram í Morgunblaðinu þar sem fjölskylda og vinir minnast hans hlýlega.

Atli lést þann 14. júní síðast liðinn, tæplega 75 ára gamall. Hann skilur eftir sig einn son, Grím Atlason, fyrrverandi framkvæmdastjóra Iceland Airwaves tónlistarhátíðarinnar.

Atli fæddist í Súðavík árið 1944, þar sem hann bjó fyrstu ár ævi sinnar. Hann fluttist síðar til höfuðborgarinnar þar sem hann gekk í barnaskóla og síðar í Menntaskólann í Reykjavík.

Hann starfaði hjá Þjóðviljanum í nokkur ár sem prófarkalesari en réðst síðan á Tímann þar sem hann starfaði sem blaðamaður í 20 ár. Hann var afkasta mikill rithöfundur og þýðandi og ritstýrði um hríð sjómannablaðinu.

Hann þýddi þó nokkuð af mikils metnum heimsbókmenntum og má þar helst nefna Gatsby og Nóttin blíð, eftir F. Scott Fitzgerald, Mrs. Dalloway eftir Virginiu Woolf og Fall konungs eftir Johannes V. Jensen.

Í minningargrein eftir Grím, son Atla, segir meðal annars:

„Minning úr Rauðagerði. Ég er veikur og ligg í rúminu. Það er von á þér segir mamma. Þú kemur til mín og tekur mig upp og faðmar. Það er góð píputóbakslykt af þér. Þú kemur með litla kók handa veika stráknum þínum og lest fyrir hann sögu“

„Elsku pabbi. Þú fékkst hvíld að lokum. Fékkst að vera einn og fara með reisn. Þú óskaðir þess svo heitt að fá að vera í friði og ég er þakklátur fyrir að það hafi gengið eftir.“

Æskuvinur Atla, fyrrverandi þingmaðurinn Svavar Gestsson, minnist vinar síns sem sérstaks manns sem gat allt:

„Bless, elska, hefði hann sagt ef hann hefði vitað að hann væri að kveðja. Ég hefði tekið undir það og kveð með þeim orðum æskuvin sem mér þótti vænt um að ekki sé meira sagt“ 

Jón Ársæll Þórðarson, sjónvarpsmaður, þakkar Atla fyrir góða leiðsögn í blaðamennsku:

Atli Magnússon er látinn. Hans er sárt saknað. Hann var mentor minn þegar ég var að stíga fyrstu skref mín í blaðamennsku og betri kennara hefði ég ekki getað kosið. Atli hafði allt sem prýða má einn mann, mest af lýðum bar hann. Leiftrandi gáfur, húmor og mannúð einkenndu þennan góða dreng þó stundum hafi gefið á bátinn eins og hjá öllum mönnum. Skip hans er í höfn, siglingunni lokið. Ég segi takk.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga