fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Mótmæla fíkniefnaleit á fólki á Secret Solstice – Segja borgaraleg réttindi brotin

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 23. júní 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónleikagestir á Secret Solstice hafa verið látnir ganga undir þá afarkosti að annaðhvort sé leitað að fíkniefnum á þeim eða þeir fari burt af hátíðarsvæðinu, að sögn talsmanns Snarrótarinnar – samtaka um borgaraleg réttindi. Mikil öryggisgæsla er á hátíðinni og fjöldi lögreglumanna við störf. Að sögn lögreglunnar hefur hátíðin farið mjög vel fram til þessa en þó hafa mörg fíkniefnamál komið upp, flest snúast þau um vörslu á kannabis eða örvandi efnum.

Sigrún Jóhannsdóttir, talsmaður Snarrótarinnar, sagði í Bylgjufréttum í gær að ólöglegt væri að leita á fólki án lagaheimildar. Ef einstaklingur neitaði leit þyrfti úrskurð dómara til. Sagði hún einnig að lögmenn á vegum Snarrótarinnar myndu veita fólki fría lögfræðiaðstoð sem teldi að brotið hefði verið á sér með þessum hætti á hátíðinni. Samtökin hafa sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna málsins á Facebook-síðu sinni:

Það hefur borist Snarrótinni til eyrna að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sé mætt með fíkniefnaleitarhund niður á Secret Solstice Festival í Laugardalnum. Svo virðist sem einstaklingum séu gefnir þeir afarkostir að heimila leit ellegar verða handteknir og missa þannig af tónleikum. Snarrótin minnir á að það þarf dómsúrskurð til að leita á manneskju gegn vilja hennar. Þeir aðilar sem neita leit og eru þar af leiðandi handteknir eiga rétt á bótum sé mál þeirra fellt niður/ekkert finnst á þeim.

Lögmenn Snarrótarinnar bjóða hér með öllum þeim sem lenda í þeim sporum fría lögfræðiaðstoð við að sækja rétt sinn.

Við hvetjum fólk til að deila statusnum og láta orðið berast.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“