fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Margrét lenti í klóm hælisleitanda: „Konur sem voru léttklæddar voru að hans sögn druslur sem vildu láta nauðga sér“

Auður Ösp
Sunnudaginn 23. júní 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Alda Karlsdóttir átti í ástarsambandi við hælisleitanda frá Marokkó sem hélt henni í heljargreipum. Maðurinn leit á hana sem sína eign og lagðist upp á hana og móður hennar. Hún segir manninn hafa misnotað velferðarkerfið trekk í trekk og efast um að hún sé fyrsta konan sem lenti í klóm hans.

Strax hrifin

Margrét Alda er búsett á Akureyri og kynntist manninum í gegnum stefnumótaforritið Badoo.

„Það var í mars á seinasta ári. Ég féll algjörlega fyrir honum og mér fannst við geta talað um allt. Hann sagði mér að hann væri ríkisfangslaus í Marokkó af því að hann hefði verið uppreisnarmaður þar og eftirlýstur. Hann kom til Íslands frá Belgíu og var búinn að vera hér á landi í ár þegar við kynntumst. Hann fór í gegnum hælisleitendaprógrammið í Reykjavík og var kominn með tímabundið dvalarleyfi. Hann sagðist hafa komið norður af því að maður hérna hefði lofað honum húsnæði og vinnu en svo hefði hann ekki staðið við það.“

Á þessum tíma deildi maðurinn húsnæði með manni frá Túnis og pólskum mæðgum. Margrét, sem er öryrki, býr með móður sinni.

„Við eyddum miklum tíma saman þangað til kom að því að hann vildi flytja úr húsnæðinu sem hann deildi með öðrum. Þá bauð ég honum auðvitað strax að flytja inn á mig og mömmu, ekki gat hann verið heimilislaus. Í kringum páskana flutti hann inn á okkur.“

Ein í ókunnu landi

Margrét segir manninn fljótlega hafa sýnt á sér aðra hlið.

„Fljótlega fór hann að sýna sitt rétta andlit. Hann var alltaf svo mikið fórnarlamb og það voru allir svo ægilega vondir við hann. Hann kvartaði yfir öllu og var alltaf að tala um að hann ætti rétt á hinu og þessu sem Akureyrarbær vildi ekki gefa honum. Akureyrarbær átti bara að redda öllu fyrir hann. Hann kvartaði yfir því að enginn vildi ráða hann í vinnu. Hann var samt ekkert að hafa fyrir því að leita að vinnu sjálfur. Félagsmálastofnun reddaði honum tímbundið vinnu í eldhúsi á öldrunarheimili en það fannst honum alveg ómögulegt, hann var stjörnuvitlaus þar og gekk fram af öllum.“

Margrét fór með manninum suður til Reykjavíkur um páskana á seinasta ári. „Þar hittum við fullt af hælisleitendum og ég sá þá í fyrsta sinn hversu mikill hassfíkill hann var í rauninni. Strax þá voru farnar að renna á mig tvær grímur en ég lét sem ekkert væri.“

Hún segist hafa orðið vör við mikla kvenfyrirlitiningu hjá manninum. „Hann úthúðaði nánast bara konum en karlar voru yfirleitt ágætir í hans augum. Konur sem voru léttklæddar voru að hans sögn druslur sem vildu láta nauðga sér.“

Seinasta sumar tók maðurinn þá ákvörðun að fara á flakk um Evrópu. Margrét segist hafa verið svo blinduð af hrifningu og söknuði að hún ákvað að fara út á eftir honum, til Mons í Belgíu, og dvelja þar í viku. Þegar þangað var komið fékk hún áfall. „Þegar við komum á staðinn sem hann var á hjá vini sínum fékk ég áfall. Íbúðin var dimm, skítug, tvíbreiða rúmið án dýnu bara fullt af einhverju drasli sem var grjóthart og gaf eftir undan þunga mínum. Í stofunni var sófi og ferðabeddi. Ferðabeddinn gefur sig líka undan mér og mátti ég púkka töskunni minni undir hann svo ég gæti þó sofið einhvers staðar. Vinurinn í þessu hreysi var dópisti líka. Þetta var á þeim tíma sem þeir fasta í mánuð á daginn og éta svo frá sólarlagi til hálf fjögur á nóttunni og því var ég oft ekkert að sofna fyrr en fjögur á nóttunni.

Í ferðinni fékk Margrét að kynnast skapgerð mannsins og heiftarleg átök urðu á milli þeirra. Hún segist hafa fundið fyrir miklum létti þegar heim var komið. Það leið þó ekki á löngu þar til maðurinn byrjaði að hringja í hana mörgum sinnum á dag í gegnum Messenger-forritið og vildi sýna henni myndir og fleira frá Evrópuflakkinu. „Ég var frekar áhugalaus um þetta og vildi sem minnst af honum vita en þorði alls ekki að segja það upphátt því viðbrögð hans hefðu verið að skamma mig eða láta mig vorkenna sér,“ segir Margrét.

„Ég sagði honum að þetta væri búið og ég vildi ekki meir. En honum tókst alltaf að beita einhverjum brögðum til að fá mig á sitt band. Honum tókst alltaf að fá samúð og vorkunn frá mér,“ segir Margrét og bætir við að hún hafi alltaf átt erfitt með að sjá aðra gráta. „Þannig að þegar hann fór að gráta þá fór ég að gráta líka og lofaði að fara ekki frá honum.

Smyglaði inn hassi

Margrét segir manninn hafa verið ákveðinn í að giftast henni, og hann hafi ekkert hlustað á hennar mótbárur.„Hann fór að heimsækja ættingja á Spáni og lét mig tala við þau í gegnum myndsíma á Facebook. Hann vildi að allir myndu sjá mig, og að ég myndi sjá þau.“

Hann reyndi allt. Hann hótaði til dæmis að flytja inn til konu í Keflavík sem hann hafði kynnst og var að hans sögn miklu yngri og fallegri en ég. Ég sótti hann á Keflavíkurflugvöll um miðja nótt og við gistum á hóteli þar sem hann sýndi mér stoltur hassið sem honum tókst að smygla.“

Í kjölfarið flutti maðurinn aftur inn á Margréti og móður hennar á Akureyri. „Hann var sjúklega afbrýðisamur. Ég mátti ekki sýna neinum öðrum karlmönnum áhuga. Hann einangraði mig líka frá vinkonu minni, sem var búin að vara mig við honum strax frá byrjun.“

Margrét segir manninn hafa tekið yfir allt á heimilinu, hann hafi neytt áfengis á hverjum degi. Hann svaf allan daginn og vakti á nóttunni og hélt þá fyrir henni vöku. Þá átti kynlíf að standa honum til boða hvenær sem er.

Lá á kerfinu

Margrét segir manninn fljótlega hafa farið að tala um að hann vildi flytja alfarið til Reykjavíkur; þar myndi hann fá allan stuðninginn og fríðindin sem hann ætti rétt á.

Hann vildi vera í einhvers konar fjarsambandi en það þótti Margréti afleit hugmynd.

„Þegar hann flutti suður þá fann ég fyrir rosalegum létti, ég gat loksins sofið á nóttunni, haft kisuna uppi í rúmi hjá mér, ég gat spilað mína tónlist og horft á mína þætti.

Ég frétti síðan af því að hann væri á fullu að svindla á kerfinu í Reykjavík. Hann fékk frítt húsnæði og fjárhagsaðstoð frá borginni en var á sama tíma að vinna svart hjá verktaka. Samt átti hann aldrei krónu. Ég hef ekki tölu á því hvað ég lánaði honum mikið, 10 þúsund hér og 15 þúsund þar.“

Í október á seinasta ári tók Margrét Alda ákvörðun um að loka á manninn. „En einhvern veginn tókst honum að láta mig hætta við, með því að fara að gráta og lofa öllu fögru: hann ætlaði að snúa við blaðinu, haldast í vinnu og hætta að nota hass.

Hann kom síðan í heimsókn á nokkurra vikna fresti og í hvert einasta skipti voru einhver átök á milli okkar. Ég var algjörlega búin á taugum og ég var alltaf að telja í mig kjark að reyna að slíta sambandinu endanlega.“

Fyrr á árinu fór maðurinn enn einu sinni til útlanda, nú til Ítalíu og Spánar. Samskiptin héldu áfram í gegnum Facebook þar til einn daginn eftir heiftarlegt rifrildi að Margrét ákvað að loka endanlega á manninn. „Ég tilkynnti honum að þetta væri búið, ég elskaði hann ekki lengur og að ég myndi núna „blokkera“ hann á Facebook.“

„Hann á ekki að vera hérna“

Seinustu samskipti Margrétar og mannsins áttu sér stað 8. júní síðastliðinn. Þá birtist hann hér óboðinn og liggur á dyrasímanum og hringir í alla síma í íbúðinni úr leyninúmeri. Hann var þá búinn að reyna að tala við mig í marga daga með því að hringja úr leyninúmeri en ég skellti alltaf á hann. Ég vaknaði síðan við að það að hann var að henda smásteinum í rúðurnar hérna og var að reyna að komast inn á stigaganginn. Ég hringdi á lögregluna og hann lagði á flótta þegar hann sá lögreglubílinn.“

Nokkrum dögum síðar fékk Margrét skilaboð frá erlendri vinkonu mannsins sem sagði henni að hún yrði að tala við manninn svo hann gæti kvatt hana. Hún svaraði skilaboðunum fullum hálsi og hefur síðan þá ekkert heyrt frá honum. Hún veit ekki hvar hann er staddur í dag. „Þetta er algjör óvissa, ég veit ekki hvort hann eigi eftir að birtast hérna aftur eða hvort ég eigi eftir að rekast á hann úti á götu,“ segir hún og líkir upplifuninni við það að vera haldið í gíslingu. Hún segist efast um að hún sé fyrsta fórnarlamb mannsins, og líklegasta ekki sú seinasta heldur.

„Hann á alveg örugglega eftir að finna einhverja aðra stelpu til að hengja sig á. Hann á ekki að vera hérna.“

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Í gær

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work