fbpx
Fimmtudagur 19.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Eplin falla við eikurnar

Fréttir

Foreldrar í fangelsi – leiðari

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 23. júní 2019 14:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svokallað tálmunarfrumvarp hefur reglulega skotið upp kollinum í umræðunni síðustu misserin. Í stuttu máli felst það í því að foreldri sem tálmar umgengni hins foreldrisins við barn geti verið sektað eða fangelsað í allt að fimm ár. Frumvarpið hefur verið harðlega gagnrýnt af stofnunum og samtökum sem vinna með börnum. Hópurinn Aktívistar gegn nauðgunarmenningu segir til að mynda í umsögn um frumvarpið að ef þetta frumvarp yrði að lögum yrði það kúgunartæki ofbeldismanna. Samtök um kvennaathvarf, Umboðsmaður barna og Barnavernd draga í efa að það að fangelsa annað foreldrið fyrir tálmun geri illt verra þar sem með því sé verið að takmarka umgengni þess foreldris við barnið.

Þeir sem styðja frumvarpið grípa ávallt til þeirra raka að núverandi fyrirkomulag sé ekki nógu gott og tryggi ekki að barn njóti samvista við báða foreldra sína eins og kveðið er á um í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Mér finnst hins vegar langt frá því að vera nóg að taka aðeins þá grein í sáttmálanum út fyrir sviga, því þessi sáttmáli, sem Íslendingar hafa ákveðið margoft að beinlínis hundsa, inniheldur svo mikið, mikið meira.

Jú, vissulega á barn rétt á að umgangast báða foreldra sína nema, og það er stórt NEMA, það stríði gegn hagsmunum barnsins. Það eru nefnilega ekki allir foreldrar góðir, því miður. Sumar mæður eru vondar og sumir feður eru vondir. Sumir foreldrar eru góðir en ekki hæfir til að ala upp börn, til dæmis vegna geðraskana eða fíknar. Sumir foreldrar nota börn sem vopn í forræðisdeilum því það er tap að glata barni. Og það vill enginn tapa og vera lúser.

Eitt sinn kom maður að máli við mig sem átti börn með konu sem beitti hann ofbeldi. Hann gat ekki fært sönnur á ofbeldið því það var mestmegnis andlegt. Hún hafði lagt hendur á hann einu sinni en honum fannst ummerkin ekki réttlæta læknisheimsókn, hvað þá áverkavottorð. Hann var þjakaður af skömm. Við skilnaðinn lét hann hafa sig út í að gera forsjársamning við barnsmóðurina sem þýddi að börnin nutu jafnra samvista við báða foreldra. Börnin fóru að sýna fleiri og fleiri merki þess að ekki væri allt með felldu á heimili móðurinnar þannig að maðurinn leitaði sér ráðgjafar um hvort hann gæti farið í gegnum sýslumann og fengið að minnka umgengni hennar við börnin. Ráðgjafinn hlustaði af athygli og samúð en réði honum hins vegar frá því að reyna að fá börnin alfarið til sín. Af hverju? Barnsmóðirin leit betur út á pappírum. Börnin voru tekin út fyrir sviga.

Þetta er bara ein saga af mörgum um hvernig börnum er í sífellu kippt út fyrir sviga þegar verið er að gambla með velferð þeirra og framtíð. Nema náttúrulega þegar um er að ræða agnarsmá fóstur í móðurkviði. Þá verður líf barns allt í einu það mikilvægasta í heiminum meðal ráðamanna þjóðarinnar. Ljóst er að núverandi fyrirkomulag er ekki nógu gott en nákvæmlega hvaða vanda leysir það að fangelsa foreldri sem tálmar umgengni? Þessi vandi og deilur þar sem börn koma við sögu eru svo miklu flóknari en svo að hægt sé að veifa töfrasprota og leysa málin með þessum hætti. Nú væri því ráð að henda þessum sviga í ruslið, hlúa að börnum sem virðast missa volduga talsmenn sína um leið og þau þrýstast út úr móðurkviði og setja kraft í að bjarga börnunum sem geta ekki bjargað sér sjálf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Anna segir bless við Ísland: Farin til Tenerife í vetur – Þetta borgar hún fyrir 3 herbergja íbúð

Anna segir bless við Ísland: Farin til Tenerife í vetur – Þetta borgar hún fyrir 3 herbergja íbúð
Fréttir
Í gær

Fréttin sem enginn vildi birta – „Skamm­ar­legt aðgerðarleysi og þögg­un“

Fréttin sem enginn vildi birta – „Skamm­ar­legt aðgerðarleysi og þögg­un“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásmundur vill veggjöld: Íslendingum finnst það eðlilegt í útlöndum

Ásmundur vill veggjöld: Íslendingum finnst það eðlilegt í útlöndum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drógu báðir upp hníf í slagsmálum í miðborginni

Drógu báðir upp hníf í slagsmálum í miðborginni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskur hugbúnaður notaður á Indlandi – Indversku sjúkrahúsin eru þegar farin að deila smáforritinu

Íslenskur hugbúnaður notaður á Indlandi – Indversku sjúkrahúsin eru þegar farin að deila smáforritinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hefur trú á mansalsfríu Íslandi – „Við höfum ekki nógu góð gögn“

Hefur trú á mansalsfríu Íslandi – „Við höfum ekki nógu góð gögn“