fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Dofri segir að stofna eigi karlaathvarf – „Ekkert ofbeldi er meira þaggað niður en ofbeldi kvenna gagnvart körlum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 23. júní 2019 15:55

Dofri Hermannsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dofri Hermannsson, leikari og stjórnmálamaður, sem hefur verið virkur í Samfylkingunni, segir að fyrir löngu sé orðið tímabært að stofna karlaathvarf vegna heimilisofbeldis. Dofri heldur því fram að konur séu jafnoft gerendur í heimilisofbeldi og karlar og heimilisofbeldi sé því ekki kynbundið ofbeldi. Árið 2015 steig Dofri fram í viðtali í Stundinni og sagði fyrrverandi konu sína hafa beitt sig andlegu og líkamlegu ofbeldi.

Dofri deilir í dag frétt af Vísi þar sem verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, Ragna Björg Guðbrandsdóttir, lýsir því yfir að kanna eigi þörf fyrir karlaathvarf. Karlar hafa leitað eftir húsaskjóli hjá Bjarkarhlíð vegna heimilisofbeldis. „Þegar kemur að skjóli eða athvarfi fyrir karlmenn, þá erum við ekki eins vel stödd því að það er bara ekki til fyrir karlmenn. Hvorki sem þolendur heimilisofbeldis né mansals,“ segir Ragna.

Dofri skrifar um málið:

Það er augljóst að það vantar karlaathvarf. Ekkert ofbeldi er meira þaggað niður en ofbeldi kvenna gagnvart körlum. Staðreyndin (Pask project 2013 o.fl. rannsóknir) er sú að konur eru jafn oft gerendur og karlar þegar kemur að heimilisofbeldi. Heimilisofbeldi er m.ö.o. ekki kynbundið ofbeldi. 
Hins vegar ma færa góð rök fyrir því að þöggunin á ofbeldi kvenna gagnvart körlum sé kerfislægt, kynbundið ofbeldi fordómafullra samfélagsviðhorfa sem alið er á af ýmsum félagasamtökum, fjölmiðlum og rannsóknaraðilum sem kjósa að fjalla aðeins um helming þolenda í heimilisofbeldismálum.
Við verðum að fara að opna augun fyrir þessari staðreynd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Í gær

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku
Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu