Miðvikudagur 20.nóvember 2019
Fréttir

Ari Edwald ósáttur: Sakar Isavia um ólöglega mismunun – UPPFÆRT: Isavia svarar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 23. júní 2019 11:53

Ari Edwald, forstjóri MS

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar, vekur athygli á því að hann hafi ekki fengið að fara með börn sín um hlið fyrir borgara EU, EES og Sviss á Keflavíkurflugvelli er hann kom til landsins í morgun, þar sem þau væru undir á 18 ára aldri. Rafrænn aðgangur væri fyrir 18 ára og eldri. Varð Ari því að fara í gegnum hlið fyrir borgara utan EES-svæðisins. Ari segir þetta vera ólöglega mismunun. Hann skrifar um þetta á Facebook-síðu sína:

ÓLÖGLEG MISMUNUN ÍSAVÍA.
Kom til landsins í morgun með 2 börn, 7 og 13 ára. Fékk því ekki að fara um hlið fyrir borgara EU, EES og Swiss. Var tjáð að það væri vinnuregla Ísavia!! Rafrænt aðgengi væri fyrir 18 ára og eldri, en bara foreldrar með börn yngri en 5 ára fengju að fara á handvirkan bás. Íslenskir ríkisborgarar á aldrinum 5-18 ára yrðu því að fara um hlið fyrir borgara frá löndum utan EES. Ég fullyrði að enginn lagagrundvöllur er fyrir þessari mismunun íslenskra borgara eftir aldri. (þ.e. að vera vísað úr EES hliðinu, ekki rafræni þátturinn). Ísavia er að brjóta á skýlausum réttindum þessa fólks. Ef þessi opinbera þjónustustofnun sér ekki að sér verða stjórnvöld að grípa inn í.

 

Uppfært – Isavia svarar:

Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi ISAVIA hefur svarað Ara og leiðrétt þær fullyrðingar að vinnureglur ISAVIA valdi þessu. Heyrir þetta undir lögreglustjórann á Suðurnesjum og vísar Guðjón til þess embættis um útlistanir á þeim reglum sem hér eru að baki. Guðjón segir:

Sæll Ari. Guðjón Helgason heiti ég og er upplýsingafulltrúi Isavia. Ég vil bara byrja á því að segja að ég harma upplifun þína á vellinum. Mikilvægt er að  hafa í huga að þó Isavia eigi og reki Keflavíkurflugvöll og Flugstöð Leifs Eiríkssonar þá eru nokkrir hlutir í starfseminni sem eru ekki á okkar vegum og opinberir aðilar eins og Tollstjóri og Lögreglustjórinn á Suðurnesjum sem annast sértæk verkefni sem við höfum ekki nokkra umsjón með. Það eru rangar upplýsingar sem þú hefur fengið um að vinnureglur Isavia hafi hér einhverju ráðið því landamæraeftirlitið er á hendi og í umsjá Lögreglustjórann á Suðurnesjum. Hann fylgir síðan settum reglum við sína vinnu. Það væri því embætti Lögreglustjórans á Suðurnesjum sem gæti betur upplýst um  þetta mál og þær reglur sem liggja að baki. Ég vona að ferð ykkar hafi annars verið ánægjuleg og dvölin á Keflavíkurflugvelli góð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Íslenskar spillingarsögur: „Ég tilkynnti þjófnaðinn“ – Annar rekinn en hinn var vel tengdur og hélt starfinu

Íslenskar spillingarsögur: „Ég tilkynnti þjófnaðinn“ – Annar rekinn en hinn var vel tengdur og hélt starfinu
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Ruddist inn í íbúð hjá ókunnugum

Ruddist inn í íbúð hjá ókunnugum
Fréttir
Í gær

Rúta fór út af þjóðveginum undir Eyjafjöllum

Rúta fór út af þjóðveginum undir Eyjafjöllum
Fréttir
Í gær

Þorbergur um handtökuna: „Vertu rólegur, vertu rólegur“ – Fær bætur frá lögreglu og íhugar mál gegn Wizz air

Þorbergur um handtökuna: „Vertu rólegur, vertu rólegur“ – Fær bætur frá lögreglu og íhugar mál gegn Wizz air