fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Páskastjarnan Guðný María í stríði við nágranna sína – „Það er verið að hafa af mér eignir mínar“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 22. júní 2019 10:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðný María Arnþórsdóttir, sem á undanförnum árum hefur öðlast landsfrægð fyrir sérstæðan söngstíl og vinsæl tónlistarmyndbönd, hefur lengi átt í deilum við nágranna sína um eignarrétt á geymslurými og bílastæði. Guðný vill meina að verðmæti sem tilheyri hennar íbúð hafi verið gert að sameign með ólögmætum hætti.

Nýjustu tíðindi í málinu eru álit Kærunefndar fjöleignarhúsamála, gert að beiðni nágranna Guðnýjar. Þar er úrskurðað að bílastæði sem Guðný María telur vera sitt einkastæði tilheyri í raun sameign. Guðný María er mjög ósátt við þetta álit kærunefndarinnar en málið á sér nokkuð langa forsögu.

Guðný María á miðhæð í húsinu en vandræðin hófust þegar eigandi kjallaraíbúðarinnar seldi sína eign:

„Árið 2002 seldi eigandi eigandi kjallaraíbúðarinnar. Þetta er örlítil íbúð og henni fylgdi engin geymsla. Hann leitaði til kærunefndar og krafðist þess að einkageymsla mín niðri yrði gerð að sameign. Ég átti enga tölvu á þessum tíma og vissi ekki að ekki yrði tekið mark á skriflegum mótmælum mínum í sendibréfi. Kærunefnd gerði samt geymsluna mína að sameign og minnkaði þinglýsta eign mína sem var 51,5% af húsinu í 48%,“ segir Guðný María í viðtali við DV.

Eignaskiptayfirlýsing virðist án undirskriftar Gyðnýjar Maríu

Árið 2002 var gerður eignaskiptasamningur meðal íbúanna þar sem kveðið var á um að bílastæðið sem deilt er um tilheyrði Guðný Maríu. „Síðan gerist það fyrir um tveimur árum að það flytur nýr íbúi í kjallaraíbúðina. Hann krefst þess að bílastæðið verði gert að sameign. Ég hringi í sýslumannsembættið vegna málsins og þá kemur í ljós að eignaskiptasamningnum hafði aldrei verið þinglýst. Í eignaskiptasamningnum var kveðið á um að bílastæðið væri mín séreign enda skúr á lóðinni sem hafði verið rifinn án leyfis,“ segir Guðný María.

Hins vegar hafði verið gerð ný eignaskiptayfirlýsing árið 2005, án vitundar Guðnýjar Maríu, að hennar sögn. Guðný María hefur sýnt DV afrit af þeirri yfirlýsingu ásamt fjölda annarra gagna sem snerta þessi deilumál.

Athygli vekur að undirskrift eiganda eignar 0101 í eignaskiptaryfirlýsingunni frá 2005 virðist vanta, en það er Guðný María. Allir aðrir eigendur skrifa undir yfirlýsinguna. Samkvæmt þessari lýsingu tilheyrir eign 0101 tvær litlar geymslur í kjallara og sameign allra í kjallara: geymslur, þvottahús og anddyri.

Mál til ógildingar þessari eignaskiptayfirlýsingu fór fyrir héraðsdóm í fyrra og tapaði Guðný María málinu á þeim forsendum að hún væri ekki meirihlutaeigandi. En eins og greinir hér að framan sættir Guðný María sig ekki við með hvaða hætti hún var skyndilega orðinn minnihlutaeigandi í húsinu með áliti kærunefndar frá 2002 sem gerði geymsluna hennar að sameign. „Ég tapaði málinu á þeirri forsendu að ég væri minnihlutaeigandi þó að ég sé í raun meirihlutaeigandi,“ segir Guðný María.

Guðný María keypti íbúðina árið 1999 en í lýsingu á henni fyrir þann tíma, er hún var í eigu annars aðila, segir að íbúðinni tilheyri geymsluskúr á lóð, geymsla undir útitröppum og geymsla í kjallara, meðal annars. Skúrinn var síðan rifinn án samþykkis Guðnýjar en hún telur sig eiga bílastæðið sem þar er núna en aðrir íbúar telja það vera í sameign.

Kærunefnd telur að bílastæðið sé í sameign

Nýlega féll úrskurður Kærunefndar húsamála um bílastæðið sem er á þá leið að stæðið teljist sameign allra, en sé ekki séreign Guðnýjar Maríu. Er þar meðal annars byggt á eignaskiptayfirlýsingunni frá 2005 sem Guðný segist hvorki hafa samþykkt né skrifað undir. Sjálf byggir hún kröfur sínar á eignaskiptayfirlýsingu frá 2002, sem hún taldi vera í gildi, en reyndist aldrei hafa verið þinglýst.

Guðný María er afar ósátt við þessa niðurstöðu enda sé verið að rýra virði eignar hennar. „Það ætti ekki að vera hægt að þinglýsa eignaskiptasamningi án undirskriftar allra. Það er verið að hafa af mér eignir mínar. Kærunefnd tók núna meira af eignum mínum og börnunum mínum fjórum. Þetta á ekki að vera hægt.“

Í 2. mgr. 16. gr. fjöleignahúsalaga er skýrt tekið fram að eignaskiptayfirlýsing skuli undirrituð af öllum eigendum ef í henni felst yfirfærsla á eignarrétti, sérstakar kvaðir, afsal réttinda eða frekari takmarkanir á eignarráðum.

Því sætir furðu að eignaskiptasamningur sem tekur til eignar Guðnýjar hafi fengist þinglýstur, án hennar undirskriftar, sem skerðir eignarrétt hennar.

Tekið skal fram til að virða ítrasta vafa að DV hefur ekki fulla sönnun þess að Guðný María hafi ekki undirritað eignaskiptasamninginn. En hún segist ekki hafa gert það og gögn sem hún hefur sýnt DV benda til þess að það sé rétt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“
Fréttir
Í gær

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“
Fréttir
Í gær

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”