fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Bára Huld tjáir sig ári eftir áreitnina – „Ég get ekki hætt að horfa. Ég get ekki slökkt á sjónvarpinu“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 21. júní 2019 16:49

Ágúst Ólafur Ágústsson, og Bára Huld Beck

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bára Huld Beck tjáði sig í Facebook-færslu um það hvernig hún hefur tekist á við það þegar hún var áreitt fyrir ári síðan.

„Á tímamótum getur verið gott að staldra við og íhuga farinn veg og komandi tíma en í þessari viku er eitt ár síðan brotið var á mér, nánar tiltekið í gær 20. Júní,“

„Í þessari viku hef ég þurft að taka á stóra mínum til að halda andliti og hef ég þurft að minna mig á að ég er fín eins og ég er og skilgreinist ekki af því sem maðurinn gerði mér,“

Maðurinn sem Bára talar um er Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, en hann er kominn úr leyfi sem hann tók sér frá þingstörfum vegna málsins.

„Í þessari viku hefur framangreint reynst mér einstaklega erfitt þar sem ég sé manninn út um allt; í pontu Alþingis, í fjölmiðlum og á Facebook,“

„Nú ári seinna er eins og ekkert hafi í skorist. Ég upplifi í þessari viku eins og árið hafi einungis verið slæmur draumur … minning sem aðeins ég man. Ímyndun ein. En svo er ekki,“ segir Bára, en henni virðist vera brugðið hversu fljótt fólk er að gleyma.

Ekki í eðli blaðamnnsins að flýja

Bára sem starfar sem blaðamaður hjá Kjarnanum segist ekki geta sleppt því að skoða fjölmiðla til þess að forðast slæmar tilfinningar ætli hún sér að halda áfram að starfa sem blaðamaður

„Ég get ekki flúið. Ég er blaðamaður. Ég get ekki hætt að horfa. Ég get ekki slökkt á sjónvarpinu, hætt að skoða Facebook eða lesa blöðin. Ef ég ætti að hætta þessu öllu til að flýja vondar tilfinningar þá yrði ég að hætta að vera blaðamaður. Ég þyrfti að hætta í starfinu sem ég elska,“

„Mánuðum saman eftir atvikið þurfti ég að díla við sama ástand og í vikunni. Ég þurfti að sitja undir fréttum, pistlum, myndum og viðtölum eins og ekkert væri eðlilegra,“

Vill geta breytt tárum sínum í eitthvað uppbyggilegt

„Ég deili þessu til þess að útskýra hvernig tilfinningin er. Mig langar til þess að aðrir viti hverjar afleiðingar af svona hegðun eru því þær eru afdrifamiklar og langvarandi,“

„Mig langar líka að breyta tárunum í eitthvað uppbyggilegt þannig að einhver lærdómur hljótist af. Annars var baráttan til réttlætis til einskis,“

„Og hvernig geri ég það? Jú, með því að einblína á sjálfa mig því ég breyti ekki öðrum. Ég þarf að byggja sjálfa mig upp eftir allt sem á undan er gengið en það hef ég einmitt gert síðastliðið ár,“

Ætlar að bera höfuðið hátt

Bára segist ætla að bæta upp fyrir síðasta afmæli, en það hefur líklega verið erfiður afmælisdagur fyrir hana þar sem hann átti sér stað fáeinum dögum eftir áreitið.

„Og þrátt fyrir bakslag vikunnar þá er ég ákveðin í að láta ekki skugga síðasta árs eyðileggja morgundaginn því svo skemmtilega vill til að ég á afmæli þá,“

„Ég ætla að bæta upp fyrir síðasta afmæli því þrátt fyrir þetta skrítna þrítugasta og sjöunda aldursár þá uppgötvaði ég einnig aðra hlið á mér; ég var aldrei í neinum vafa hvað ég ætti að gera … að segja frá! Ég tók hvert einasta skref í þessu ferli á besta mögulega máta og af því er ég stolt,“

„Svo í þessari viku græt ég pínu og sé eftir týndum tíma vegna hegðunar sem ég átti ekki skilið, sem enginn á skilið. En á morgun brosi ég fullt og ber höfðuð hátt í mínum nýja veruleika,“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir undirskriftalistann gegn Bjarna plebbalegan og óvirðingu við lýðræðið

Segir undirskriftalistann gegn Bjarna plebbalegan og óvirðingu við lýðræðið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í opinni dagskrá á nýjan leik

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í opinni dagskrá á nýjan leik