fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Diamond Beach rokkar

Fréttir

Yfirmenn í ferðaþjónustunni stela af starfsfólki – „Ómerkileg framkoma“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 20. júní 2019 15:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

AFL starfsgreinafélag hefur fengið ábendingar um að eigendur og yfirmenn í ferðaþjónustu taki í einhverjum tilvikum allt þjórfé sem gestir skilja eftir. Þetta kemur fram á vefsíðu félagsins.

„Starfsmaður á litlu hóteli sagði okkur að í fyrra hefðu yfirmenn tekið allt þjórfé og sagt að fyrir það yrði staðið fyrir starfsmannahátíð. Engin slík hátíð hefði verið haldin.  Í ár væri allt þjórfé tekið en engar skýringar gefnar.“

Samkvæmt lögmönnum Afls er erfitt að grípa til aðgerða gegn slíku þar sem á Íslandi sé ekki mikil hefð fyrir þjórfé. Yfirmenn geti borið því við að peningurinn eigi að renna til þeirra þar sem engin önnur fyrirmæli um ráðstöfun umframgreiðslunnar liggi fyrir.

AFL segir þetta ómerkilega framkomu. Viðmót og vinna starfsfólksins sé ástæða þess að þjórfé er skilið eftir og sé það vilji viðskiptavina að þjórfé renni til þeirra tilteknu starfsmanna sem veittu þeim þjónustuna.

„Í einhverjum tilfellum er starfsfólki sem kvartar – tilkynnt að það séu nægir til að taka störfin þannig að ef fólk ekki er ánægt geti það bara farið. Yfirmenn sem stela þessum aukagreiðslum sem klárlega voru ekki ætlaðar þeim – eru litlar sálir.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Konunglegt foreldrafrí
Fréttir
Í gær

Tekjur Vaðlaheiðarganga 35-40% minni en áætlað var

Tekjur Vaðlaheiðarganga 35-40% minni en áætlað var
Fréttir
Í gær

Albert lést á þriðjudaginn – Ragnar hefur fengið nóg: „Hver verður næstur, verður það sonur þinn?“

Albert lést á þriðjudaginn – Ragnar hefur fengið nóg: „Hver verður næstur, verður það sonur þinn?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Undir áhrifum fíkniefna með börn í bílnum

Undir áhrifum fíkniefna með börn í bílnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldan sem týndist heil á húfi – Köld og skelkuð

Fjölskyldan sem týndist heil á húfi – Köld og skelkuð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Viltu komast upp með kynferðisbrot?

Viltu komast upp með kynferðisbrot?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Börnin okkar eru komin á Tinder – Auglýst eftir börnum allt niður í níu ára

Börnin okkar eru komin á Tinder – Auglýst eftir börnum allt niður í níu ára