fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

World Class malar gull: Mikill hagnaður á síðasta ári

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 20. júní 2019 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að rekstur World Class gangi ágætlega um þessar mundir og til marks um það þrefaldaðist hagnaðurinn árið 2018 frá árinu 2017.

Fjallað er um þetta í Markaðnum í Fréttablaðinu í dag.

Þar kemur fram að Laugar ehf., fyrirtækið sem heldur utan um rekstur líkamsræktarstöðva World Class, hafi hagnast um 530 milljónir króna árið 2018. Árið 2017 nam hagnaðurinn 179 milljónum króna og þrefaldaðist hann því á milli ára.

„Tekjur félagsins jukust um tæpan hálfan milljarð á milli ára. Þær fóru úr 2.760 milljónum króna á árinu 2017 upp í 3.246 milljónir á síðasta ári,“ segir í fréttinni og því bætt við að hjónin Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir eigi hvort 36,6 prósent í félaginu. Sigurðr Leifsson á 26,8 prósent.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga