fbpx
Mánudagur 16.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Viðskiptavinur Costco höfðaði mál en fær engar bætur

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 20. júní 2019 20:00

Myndin er samsett og tengist fréttinni ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðskiptavinur Costco höfðaði mál gegn fyrirtækinu eftir að innkaupakerrur runnu á bifreið hans og ullu talsverðu tjóni. Viðskiptavinurinn taldi Costco bera skaðabótaábyrgð og krafðist bóta sem næmu viðgerðarkostnaði á bifreiðinni auk kostnaðar vegna bílaleigubíls.

Þegar viðskiptavinurinn ók fram hjá aðalinngangi Costco í maí 2018, runnu tvær innkaupakerrur á bifreiðina. Í kjölfarið fyllti viðskiptavinurinn út tilkynningu á eyðublað frá Costco þar sem gerð var grein fyrir atvikinu með eftirfarandi hætti:

Costco kerrur runnu á bíllinn minn þegar ég keyrði fram hjá. Beygluðu bílinn minn. Sjá myndir sem ég sendi.“

Í kjölfarið fór viðskiptavinurinn þess á leit við verslunina að þeir greiddu viðgerðarkostnað, en fékk engin viðbrögð og stefndi Costco fyrir dóm.

Viðskiptavinurinn taldi Costco bera ábyrgð á tjóninu þar sem frágangur við aðalinngang hefði verið ófullnægjandi. Þar væri 2° halli sem stuðlaði að því að kerrur færu á flakk. Einnig hefði starfsmaður verslunarinnar farið ógætilega að þegar hann var að ganga frá kerrunum, en viðskiptavinurinn taldi sig hafa séð starfsmann reka sig í kerrurnar áður en þær höfnuðu á bifreiðinni.  Þar að auki bæri verslunin ábyrgð á því að tryggja að það væru fullnægjandi staðir fyrir viðskiptavini til að skila kerrum með öruggum hætti og hafa eftirlit með að svo væri gert.

Costco krafðist sýknu og vísaði til þess að halli á aðalinngangi væri til þess fallinn að vernda viðskiptavini. Vegna hallans safnist vatn síður fyrir í frostum og því minni líkur á að viðskiptavinir slasi sig sökum hálku. Það væri mikilvægt fyrir viðskiptavini Costco að komast með kerrur sínar að bílaplani þar sem vörur væru oft þungar. Auk þess væri vel merkt á bílaplani að Costco beri ekki ábyrgð á tjóni sökum innkaupakerra.

Dómari leit til þess að viðskiptavinurinn hafði ekki vísað til neinna lagaákvæða sem kvæðu á um að hallinn væri dæmi um ófullnægjandi frágang. Fullyrðingar um að starfsmaður hefði komið þarna við sögu væru ósannaðar og viðskiptavinurinn hefði ekki  náð að sanna að tjónið hefði orðið vegna vanbúnaðar eða vanrækslu.

Costco var því sýknað af kröfunni .

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Netþrjótar kúga Íslendinga með klámi – Sjálfsfróun notuð í svikamyllunni

Netþrjótar kúga Íslendinga með klámi – Sjálfsfróun notuð í svikamyllunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr á Cafe Amour: Þorbergur rotaði mann með einu höggi og rústaði gleraugum annars

Sauð upp úr á Cafe Amour: Þorbergur rotaði mann með einu höggi og rústaði gleraugum annars
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þau vilja búa á Íslandi til æviloka en nú er draumurinn í uppnámi – Getur þú hjálpað þeim?

Þau vilja búa á Íslandi til æviloka en nú er draumurinn í uppnámi – Getur þú hjálpað þeim?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skelfing í Skeifunni – Ógnaði manni með hnífi og misþyrmdi – Reyndi að neyða hann til að taka fé úr hraðbanka

Skelfing í Skeifunni – Ógnaði manni með hnífi og misþyrmdi – Reyndi að neyða hann til að taka fé úr hraðbanka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gróa hvetur foreldra til að vakna: „Skammarlegt og virðist sýna áhugaleysi foreldra á þessum málefnum“

Gróa hvetur foreldra til að vakna: „Skammarlegt og virðist sýna áhugaleysi foreldra á þessum málefnum“